Nesjavallavirkjun – Aukin framleiðslugeta

Grein/Linkur:  Framleiðslugeta Nesjavallavirkjunar eykst með nýjum skiljuvatnsvarmaskipti

Höfundur:  Orkustofnun

Heimild:  

.

Nesjavallavirkjun. Mynd – on.is 13.10.2024

.

Júlí 2024

Framleiðslugeta Nesjavallavirkjunar eykst með nýjum skiljuvatnsvarmaskipti

Í Nesjavallavirkjun er verið að setja upp nýjan varmaskipti til eftirhitunar á framleiðsluvatni varmastöðvar Nesjavallavirkjunar.

Þannig má auka varmaflutning frá varmastöðinni án þess að auka magn þess vatns sem flutt er um Nesjavallaæð. Nýr varmaskiptir nýtir umfram skiljuvatn til þessa og nýtir þannig betur þær auðlindir sem Orku náttúrunnar er treyst fyrir á Nesjavöllum, ásamt því að draga úr losun á varma á yfirborði kringum virkjunina.

Heitavatnsþörf höfuðborgarsvæðisins er alltaf að aukast og Orka náttúrunnar leitar stöðugt leiða til að nýta betur auðlindir okkar en ON framleiðir um 60% af heitu vatni sem dreift er um höfuðborgarsvæðið.

„Verkefnið NES – Aukin varmaframleiðsla er ein leið til þess að svara aukinni þörf fyrir heitt vatn og nýta náttúruauðlindina betur. Verkefnið á því vel heima í ný uppfærðri stefnu ON þar sem eitt markmiðið er „Nýtum betur – notum minna“ og annað er „Öflum nýrrar orku og nýtum auðlindir af ábyrgð í sátt við umhverfið“, segir Rúnar Freyr Ágústson, Verkefnastjóri Fjárfestingaverkefna ON. Hann segir betur frá nýja skiljuvatnsvarmaskiptinum í meðfylgjandi myndbandi.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.

Fleira áhugavert: