Köld sturta – Af hverju að fara í kalda sturtu
Grein/Linkur: Af hverju að fara í kalda sturtu?
Höfundur: Hálfdán Karlsson/Þýðing
.
.
Af hverju að fara í kalda sturtu?
Gefur húðinni, þ.e. þér, fallega útgeislun
Opnar háræðarnar í líkamanum
Eykur verulega blóðflæði og hefur hreinsandi áhrif á líffæri
Viðheldur efnasamsetningu í blóði – við verðum heilbrigðari og unglegri
Örvar heilbrigða framleiðslu í kirtlakerfinu
Þegar við förum í kalda sturtu opnum við ekki bara vel fyrir aukið blóðflæði í háræðum þegar þær opnast upp, heldur fer blóðið einnig aftur til baka í líffærin (s.s. hjarta, nýru, lungu, lifur) og „spúlar“ þau, sem hefur svo einnig áhrif og viðheldur jafnvægi í framleiðslu hormóna í kirtlum, sem eru „varðmenn“ heilsunnar okkar . Þetta ferli hefur frískandi og yngjandi áhrif á líkamann.
Endurheimt fruma í líkamanum verður hægari eftir því sem við eldumst – en köld sturta flýtir fyrir endurheimt og viðheldur okkur hressum og ungum.
Kalda-vatns-meðferð eru mörg þúsund ára gömul og nákvæm vísindi.
Ef þú lætur kalt vatn buna fyrir neðan neðri vör í 10-15 mín, verður hugurinn skýr.
Vatnsbuna milli augabrúna og efri vör gefur aukna orku.
Vatnsbuna á enni gerir þig syfjaða(n).
Með því að nudda upphandlegg, lagarðu magakvilla.
Svæði frá olnboga og að 5 cm frá úlnlið samsvarar meltingafærum og lagar meltingakvilla ef nuddað.
Úlnliður samsvarar lifur og fingurgómar tengjast stöðvum í heila.
Ef þú bunar vatni framan á háls og lætur vatnið renna niður líkamann og handleggi stuðlarðu að endurnýjun allra fruma í líkamanum.
Ef þú bunar vatni framan á bringu og lætur renna niður og yfir kynfæri og gerir þetta í smá stund, þá stuðlarðu að efnabreytingu í blóðinu til að gera heilbrigðara.
Ef þú bunar vatni á fótleggi og nuddar vinstri fót og fótlegg með þeim hægri (og svo skipta) þá ertu í raun að nudda allan líkamann og hitar líkamann um leið. Notaðu hægri fót til að nudda þann vinstri og öfugt – ekki nota hendur.
Komið svo undan vatnsbununni og nuddið allan líkamann með báðum höndum og finnið hvað líkaminn hitnar. Farið svo aftur undir köldu bununa og njótið aftur. Samtals í 12 – 15 mínútur.
Athugið:
Þegar farið er í kalda sturtu er mikilvægt að byrja á útlimum – ekki demba sér beint undir bununa.
Byrjið á tám, fótum, upp fótleggi, hendur og handleggi.
Læri skulu ekki fara fyrst undir kalda bunu, en það gæti haft áhrif á kalsíum-magnesíum jafnvægi.
Sama gildir um kynfæri og höfuð – ekki fara með undir kalda sturtu fyrst. Margir fara ekki með höfuð undir kalda sturtu og þvo sér sérstaklega um hárið t.d. undir volgri bunu einungis á höfðuð eftirá. Sumir fara í bómullar, eða ullar nærbuxur til að hlífa kynfærum.
Þungaðar konur skulu ekki fara í kalda sturtu. Ekki heldur ef með tíðir, lasin(n), gigtveik(ur), eða hjartakvilla.