Hreinlætistæki – Eru klósett hönnuð rétt

Grein/Linkur:  Svona ættum við að hafa hægðir

Höfundur:  Heimildin

Heimild: 

.

.

Apríl 2016

Svona ættum við að hafa hægðir

Eitt af því sem okkur dytti aldrei í hug að ræða, er hvernig er best fyrir okkur að kúka. Samt er þetta athöfn sem allir þurfa að fara í gegnum daglega og sem betur fer, búa margir í heiminum við þá aðstöðu í dag að vera með klósett. Þau komu fyrst fram á nítjándu öld, þótt þau hafi ekki sýnt sig á Íslandi fyrr en löngu, löngu síðar.

Með klósettinu varð allt í sambandi við þessar mikilvægu þarfir mannsins mun snyrtilegra en áður. Í stað þess að kúka úti í móa, í holur eða á kamri, gat fólk farið að sturta niður sem auðvitað skolar í burtu alla lykt líka.

En eru klósettin hönnuð rétt?

Nei, segja sérfræðingar því í rauninni er það ekki eðlileg stelling fyrir manninn að kúka sitjandi. Í þúsundir ára, kúkuðum við nefnilega sitjandi á hækjum okkar. Sú stelling er í rauninni mun betri fyrir líkaman, sem þýðir að ef við héldum okkur við þá stellingu enn þá, ættum við að hálf standa á klósettsetunni, frekar en að sitja á henni (sjá mynd að ofan).

Hundruð milljóna manna gera þetta þó rétt.

Nú halda eflaust einhverjir að Zetan sé bara að fara með fleipur, en svo er ekki. Þannig hafa fjölmargir sérfræðingar stigið fram á síðustu árum og bent á að sitjandi stellingin á klósettinu sé í rauninni ekki æskileg. Um þetta hafa jafnvel verið skrifaðar bækur. Sem dæmi má nefna bók Giuliu Enders sem er þýskur örverufræðingur og starfar á Medical Microbiology stofnuninni í Frankfurt. Hún hefur meðal annars bent á að um 1,2 milljarðar íbúa á jörðinni, kúki enn þá sitjandi á hækjum sér því þar sé klósettmenningin ekki til staðar. Þetta segir hún í raun af hinu góða, því í þessum löndum séu vandamál með ristil og fleiri tengda hægðartregðu- og/eða magasjúkdóma, mun óalgengara en í hinum vestrænu ríkjum. Giuliu hefur líka bent á að það sé í rauninni ekki gott fyrir líkaman að halda í sér eins og við þekkjum flest í dag. Þannig teljist það til dæmis dónaskapur eða neyðarlegt að prumpa innan um aðra, en fyrir líkaman er þetta eðlilegt og nauðsynlegt og því mun betra að láta það ,,flakka” en ekki, því við gerum líkamanum þá auðveldara fyrir í sinni merkilegu starfssemi.

Á mörgum stöðum í heiminum, hefur fólk samt komið sér upp einhvers konar klósettaðstöðu, þótt ekki séu þau eins og klósettin sem við þekkjum. Þannig er það víða á frumstæðari stöðum sem fólk kúkar sitjandi á hækjum sér, í nokkurs konar holu. Þetta segir Giulia hönnun sem að mörgu leyti er af hinu góða.

Erum lengur að kúka í dag

Þá hafa verið gerðar kannanir á þessu meðal fólks sem er vant því að kúka sitjandi á klósetti. Ein þeirra er frá árinu 2003 og var gerð í Ísrael. Þar var fólk beðið um að kúka annars vegar sitjandi á klósettinu en hins vegar standandi á hækjum sér. Niðurstöðurnar sýndu að þeir sem sátu á hækjum sér, áttu auðveldari með að kúka. Meðaltíminn þeirra var um 50 sekúndur, á meðan meðaltími þeirra sem sátu á klósettinu voru um 130 sekúndur.

En hvað ættum við þá að gera?

Nú sjáum við eflaust fæst fyrir okkur að fara að standa á klósettinu og reyna að kúka sitjandi á hækjum okkar. En hvað er þá til ráða? Jú, fyrir okkur sem erum vön klósettinu, getum við aðeins liðkað fyrir. Þannig er mælt með því að við höllum okkur vel fram þegar við kúkum og styðjum fætur á fótaskemil fyrir framan klósettið. Þar með erum við nánast komin í þá stellingu sem eðlilegt er fyrir líkaman að vera í, þegar við kúkum.

.

Leiðbeinandi mynd

Fleira áhugavert: