Frárennslismál sveitarfélaga – Þrír milljarðar til úrbóta, sagan

Grein/Linkur: Þrír milljarðar til úrbóta í frárennslismálum sveitarfélaga

Höfundur: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-
og auðlindaráðherra 2021

Heimild: 

.

.

Febrúar 2021

Þrír milljarðar til úrbóta í frárennslismálum sveitarfélaga

Guðmundur Ingi Guðmundsson

Fráveitumál eru afar mikilvæg umhverfismál en aukin hreinsun skólps dregur úr mengun vatns og sjávar. Ég hef í ráðherratíð minni lagt ríka áherslu á að gera gangskör í þessum málum. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar frá haustinu 2017 kemur fram að gera þurfi átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Úttekt Umhverfisstofnunar frá sama ári sýndi að úrbóta væri víða þörf á landinu. Ef litið væri til stærri þéttbýlisstaða á landsbyggðinni, þar sem byggju fleiri en 2.000 manns, væri einungis fullnægjandi skólphreinsun á 9 stöðum af 32.

Nú hefur þetta loforð verið efnt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti á dögunum til umsóknar styrki vegna fráveituframkvæmda sveitarfélaga, en í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að 800 m.kr. verði varið í styrkina. Áður hafði 200 milljónum króna verið varið til þessa á árinu 2020, í gegnum fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur ríkið nú tekið aftur upp stuðning við sveitarfélög til að ráðast í úrbætur í fráveitumálum og munu 3 milljarðar fara í slíkan stuðning á næstu fimm árum.

Skilyrði er að framkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitu­málum sveitarfélagsins og í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki ráðuneytisins. Þetta geta verið framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir, en einnig úrbætur á hreinsun ofanvatns, til dæmis til að draga úr mengun af völdum örplasts. Á árinu 2019 lét ég vinna úttekt á uppsprettum örplastsmengunar hérlendis og mér finnst mikilvægt að stuðningurinn nýtist jafnframt til að draga úr henni. Úttektin sýndi að megnið af örplastsmengun berst til sjávar með ofanvatni í gegnum fráveitur.

Fráveituframkvæmdir eru oft umfangsmiklar og dýrar og í sumum tilfellum af þeirri stærðargráðu að smærri sveitarfélög eiga ein og sér mjög erfitt með að ráða við þær fjárhagslega. Af þessum ástæðum er stuðningur ríkisins í þessum málaflokki ekki síður mikilvægur. Og um leið er hægt að efla atvinnulífið með auknum framkvæmdum, á tímum þar sem ekki er vanþörf á.
Umsóknarfrestur vegna styrkjanna í ár er til 31. mars en umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun auglýsa árlega eftir umsóknum.

Fleira áhugavert: