Selfoss – Borun eftir heitu vatni

Grein/Linkur: Bora eftir heitu vatni við Hótel Selfoss

Höfundur: Ólafur E. Jóhannsson

Heimild: 

.

Boranir eftir heitu vatni eru fram undan á Selfossi, m.a. við Hótel Selfoss sem er fyrir miðri mynd. mbl.is/Sigurður Bogi

.

Október 2023

Bora eftir heitu vatni við Hótel Selfoss

Til­rauna­bor­an­ir eft­ir heitu vatni eru að hefjast á Sel­fossi og verður byrjað á bor­un tveggja holna við Geita­nes sem er skammt neðan byggðar­inn­ar við bakka Ölfusár.

Öðrum hvor­um meg­in ára­móta er síðan áformuð bor­un tveggja vinnslu­holna, er önn­ur norðan Árveg­ar skammt frá þeim stað þar sem Hót­el Sel­foss stend­ur, en hin er þar stutt neðan við, norður af Hellu­bakka.

„Við erum að leita að nýju orku­öfl­un­ar­svæði við Geita­nes. Þar eru vís­bend­ing­ar um jarðhita og við ætl­um að halda áfram leit á þessu svæði, en þar fóru fram rann­sókn­ir fyr­ir um það bil 20 árum,“ seg­ir Sig­urður Þór Har­alds­son veit­u­stjóri Sel­fossveitna í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Síðan erum við líka að fara að bora fyr­ir fram­an Hót­el Sel­foss en þar gætu hugs­an­lega orðið vinnslu­hol­ur,“ seg­ir Sig­urður Þór.

Rann­sókn­ar­hol­urn­ar við Geita­nes verða grynnri en hinar, um 200 metra djúp­ar og seg­ir Sig­urður Þór að þar sé verið að svip­ast um með því að kanna hita­stigið á svæðinu. Á hinum stöðunum tveim­ur, við Hellu­bakka og Hót­el Sel­foss, verða rann­sókn­ar­hol­urn­ar dýpri og seg­ir hann að hægt verði að víkka þær út og gera að vinnslu­hol­um, tak­ist vel til.

Fleira áhugavert: