Vatnsleiðsla til Eyja – Millj­arður króna, sagan 2008

Grein/Linkur:  Ný vatnsleiðsla til Eyja

Höfundur:  Sigrún Erna Geirsdóttir

Heimild: 

.

Hafist var handa við lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja . Mbl.is/Sigurgeir

.

Júlí 2008

Ný vatnsleiðsla til Eyja

Byrjað var á lagn­ingu nýrr­ar vatns­leiðslu til Vest­manna­eyja í morg­un. Leiðslan mun liggja um ell­efu kíló­metra á sjáv­ar­botni. Er búið að festa ann­an enda leiðslunn­ar við land, á Land­eyjasandi. Verk­inu verður fram­haldið klukk­an þrjú í nótt.

Áætlað hafði verið að halda áfram með lögn­ina í átt til Eyja síðdeg­is í dag,  en vegna haf­strauma var því frestað til klukk­an þrjú í nótt. Verður lögn­in þá kom­in til Eyja aðra nótt.

Ívar Atla­son hjá Hita­veitu Suður­nesja í Vest­manna­eyj­um sagði allt hafa gengið sam­kvæmt ósk­um í dag.

,,Hvenær ná­kvæm­lega vatni verður hleypt á er ekki gott að segja. Þegar lögn­in er kom­in til Eyja á eft­ir að setja á hana enda­búnað. Þá þarf að þrýsti­prófa hana og tengja við kerfið. Ætli það verði ekki eins og við höf­um alltaf sagt, við verðum búin að hleypa á fyr­ir þjóðhátíð,“ seg­ir Ívar.

Það er danska fyr­ir­tækið NKT sem fram­leiðir leiðsluna, en fyr­ir­tækið fram­leiddi einnig fyrstu vatns­leiðsluna sem lögð var á milli lands og eyja fyr­ir 40 árum.  Auk þess flutti sama flutn­inga­skipið, Henry P. Lading leiðsluna nú og fyr­ir 40 árum.

Áætlaður kostnaður við verkið er um millj­arður króna og ber Hita­veita Suður­nesja kostnaðinn.

Mbl.is/​Sig­ur­geir

Fleira áhugavert: