Reykjanesvirkjun – 30 MW stækkun

Heimild:

.

September 2020

HS Orka hyggst hefjast handa við 30 MW stækk­un Reykja­nes­virkj­un­ar á næst­unni og með því verður fram­leiðslu­geta auk­in úr 100 MW í 130 MW. Verk­fræðing­ar HS Orku hafa unnið að hönn­un og und­ir­bún­ingi þessa síðustu miss­eri ásamt ráðgjöf­um og eru öll forms­atriði í höfn.

Aug­lýst verður eft­ir til­boðum í verkið á næstu dög­um. „Þetta er virkj­un sem all­ir ættu að geta sætt sig við, því ekki þarf frek­ari jarðbor­an­ir vegna þess­ar­ar stækk­un­ar. Við ætl­um ein­fald­lega að nýta auðlind­ina bet­ur,“ seg­ir Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali í  Morg­un­blaðinu.

Stækk­un Reykja­nes­virkj­un­ar mun nýta affallsvarma frá nú­ver­andi virkj­un. Því er eng­in þörf á því að bæta við bor­hol­um held­ur er ein­göngu um að ræða betri nýt­ingu á nú­ver­andi upp­tekt. „Þetta er ný­sköp­un­ar­verk­efni. Þegar Reykja­nes­virkj­un var fyrst tek­in í rekst­ur var ekki útséð um að hægt væri að nýta þenn­an varma. Með rann­sókn­um og þróun hef­ur okk­ur tek­ist að gera slíkt mögu­legt,“ seg­ir for­stjór­inn. Reiknað er með að fram­kvæmd­ir við þessa stækk­un hefj­ist fljót­lega á nýju ári og taki um það bil tvö ár.

Ósenni­legt er, að mati Tóm­as­ar, að fleiri stór­virkj­an­ir verði reist­ar í bráð og áhersl­ur í orku­mál­um séu að breyt­ast. Framtíðin sé sú að nýta bet­ur afl frá þeim auðlind­um sem þegar hafi verið virkjaðar – og þar séu marg­ir val­kost­ir fyr­ir hendi

Fleira áhugavert: