Hrein kol, tæknin – Losun gróðurhúslofteguna

Grein/Linkur:  „Ég er betri en þú!“

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:  Orkubloggið

.

.

„Ég er betri en þú!“

Ísland er auðvitað að flestu leyti betra land en önnur lönd. Þess vegna viljum við eðlilega fá sérmeðferð. Líka þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.

clean_coal1

clean_coal

Í samningum er eðlilegt að hver og einn reyni að ná sem bestri niðurstöðu. Ekki síst ef sú niðurstaða er bæði best fyrir viðkomandi og fyrir heildina. Það er í reynd sjónarmið Össurar og fleiri, sem telja eðlilegt að Ísland njóti þess að bjóða upp á umhverfisvænni orku en aðrir gera.

En menn skulu líka hafa í huga að þetta sjónarmið getur átt við um fleira en bara vatns- og jarðvarmaorku. T.d. er til tækni sem kallast „clean coal“ (hrein kol). Eiga ríki sem geta nýtt þá tækni, ekki líka að fá sérmeðferð? Af því sú tækni losar minna koldíoxíð, en olíubruni eða venjuleg kolaorkuver.

SunBelt

SunBelt

Og hvað með kjarnorkuverin í Frakklandi? Frakkar framleiða nánast alla raforku sína með kjarnorku. Þannig koma þeir í veg fyrir gríðarlega losun gróðurhúsalofttegunda. Ef þeir myndu t.d. nota kol í staðinn fyrir kjarnorkuna.

Sólarorka býður líka upp á stórfellda möguleika í að byggja upp stóriðju, sem knúin er endurnýjanlegri orku. Þess vegna hljóta t.d. Spánverjar, Bandaríkjamenn, Kínverjar og aðrar þjóðir í sólarbeltinu að fá sérmeðferð. Og Kínverjar extra bónus fyrir t.d. risastóru vatnsorkuverin sín; þriggja-gljúfra stífluna.

Asterix_byplan

Asterix_byplan

Kannski er best að ganga alla leið. Virkja allt virkjanlegt vatns- og gufuafl a Íslandi. Og fá stóriðju i hvern fjörð. Og bjarga heiminum.

Eða eins og rómverski arkitektinn sagði í einni af Ástríkisbókunum snilldarlegu (sem ég eignaðist á dönsku hér í Den):

„Naturen, det billige skidt, skal udryddes!“

Fleira áhugavert: