Lagna- og tækniminjasafn – Rafhahúsinu

Grein/Linkur: Tækniminjasafn í Rafhahúsið í Hafnarfirði?

Höfundur:  Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild:  

.

Mynd af vefnum Hafnafjarðarmyndir , smella á mynd til að skoða , Guðmundur Björnsson

.

Janúar 1995

 Tækniminjasafn í Rafhahúsið í Hafnarfirði?

 Tækniminjasafn í Rafhahúsið í Hafnarfirði? Það er fundið hús og staður, segir Sigurður Grétar Guðmundsson . Ekki einungis fyrir lagnasafn, heldur tækniminjasafn. Hvar verður Lagnasafnið, var spurt í pistli fyrir stuttu. Eitt er víst; á þeirri stundu, sem þau orð voru sett á blað, þá var bjartsýni húsfundar ekki meiri en svo að slíkt safn yrði ekki að veruleika fyrir aldamót, ef raunsætt væri skoðað.

En stundum gerast ævintýri á okkar landi. Það er fundið hús og staður; ekki einungis fyrir lagnasafn, heldur tækniminjasafn.

Húsið er gamla Rafhahúsið og staðurinn er þar af leiðandi Hafnarfjörður. Eigandi hússins hefur boðið það fram til þessara nota. Til reiðu eru nú strax 2.600 fm, en möguleiki er á mikilli stækkun, allt að tvöföldun.

Staður og umhverfi

Húsið sjálft ber í sér mikla sögu, sem tengist iðnvæðingu landsins. Á kreppuárunum var ráðist í það stórvirki að reisa verksmiðju, Rafha, sem framleiddi heimilistæki, einkum eldavélar. á þessum stað, í læknum í Hafnarfirði, var byggð fyrsta vatnsaflsstöð landsins til framleiðslu rafmagns.

Það má því segja að þarna sé sagan á hverju strái.

Hér er ekki einungis rúm fyrir lagnaminjasafn. Hugmyndin er að hér verði alhliða tækniminjasafn. Vélar, tæki og áhöld frá iðnaði, landbúnaði, sjósókn og siglingum, rafvæðingu og samgöngum svo nokkuð sé nefnt.

Skaðinn, sem þegar er skeður, er geysimikill. Við höfum glatað miklum minjum, sem aldrei verða endurheimtar. Nú verður að brýna alla til að snúa af þessari óheillabraut; standa saman um myndarlegt átak, hefja söfnun muna og minja, sem eru að hverfa.

Stofna Tækniminjasafn, sem stendur undir nafni, í Rafhahúsinu í Hafnarfirði. Safn, sem ekki einungis er geymsla fyrir gamla hluti, heldur lifandi safn sem getur upplýst núverandi og komandi kynslóðir um hvernig var starfað og lifað á Íslandi fyrr og síðar.

Hverjir eiga að bera þungann?

Þeir er margir. Þetta er verkefni stjórnvalda, yfirvöld menntamála og þjóðminjasafn hljóta að eiga stóran þátt. Hafnarfjarðarbær á mikilla hagsmuna að gæta og forystumenn bæjarins verða að vakna til dáða ekki seinna en nú þegar. Svo gæti farið að fleiri sveitarfélög teldu það ávinning að fá slíka stofnun á heimaslóðir. Akureyri hefur löngum með réttu kallað sig iðnaðarbæ, Selfoss má kalla höfuðstað landbúnaðar. Ekki er nokkur vafi á að slíkt safn eflir menningu þess sveitarfélags þar sem það hefur aðsetur.

En þeir sem umfram allt verða að sýna dugnað og forystu eru máttarstólpar atvinnulífsins., ekki síst iðnaðar. En það eru ekki aðeins máttarstólparnir, sem þurfa að taka til hendi. Þegar ákvörðun er tekin, staðsetning og skipulag ákveðið, þurfa allir hver og einn að leggja sitt af mörkum. Skipuleg söfnun muna, skráning þeirra og sem beint framhald; aukinn kraft í ritun atvinnusögu landsmanna.

Nú er að bretta upp ermar og hefjast handa. Málið þolir enga bið. Hver og einn getur lagt lóð á vogarskála

Fleira áhugavert: