Borgarfjörður Eystri 2023 – Mengað neysluvatn, E. coli/​kólíg­erl­ar

Grein/Linkur:  Íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:  

.

Mynd – Goggle.com 12.02.2024

.

Nóvember 2023

Íbúum sagt að sjóða neysluvatn

Meng­un hef­ur greinst í drykkjar­vatni á Borg­ar­f­irði eystra. Hef­ur hita­veita Eg­ilsstaða og Fella mælst til þess að íbú­ar sjóði vatn til neyslu.

Við reglu­bundið eft­ir­lit með neyslu­vatni kom í ljós að vatnið er ör­verumengað. Um er að ræða E. coli/​kólíg­erl­ar, sem gef­ur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönn­um eða blóðheit­um dýr­um.

Í til­kynn­ingu frá hita­veitu Eg­ilsstaða og Fella seg­ir:

„Nauðsyn­legt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerl­anna var inn­an þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í nátt­úr­unni (baðstaðir í 1. flokki skv. reglu­gerð nr. 460/​2015 um baðvatn á baðstöðum í nátt­úr­unni).

Frek­ari sýni­taka stend­ur yfir og mun­um við senda út upp­lýs­ing­ar þegar niður­stöður úr þeim liggja fyr­ir.“

Neysluvatnið reyndist örverumengað.

Neysluvatnið reyndist örverumengað. mbl.is/Golli

Fleira áhugavert: