Lulo Rose 170 karat – Stærsti í 300 ár

Grein/Linkur: Stærsti bleiki demanturinn í þrjú hundruð ár

Höfundur: Bjarki Sigurðsson, Vísi

Heimild:

.

.

Júlí 2022

Stærsti bleiki demanturinn í þrjú hundruð ár

Námumenn í Angóla grófu upp 170 karata bleikan demant í gær. Stærri bleikur demantur hefur ekki fundist í þrjú hundruð ár.

Demanturinn hefur fengið nafnið Lulo Rose en náman sem hann fannst í heitir Lulo og er í Lunda Norte-svæðinu í Angóla. Náman er í eigu fyrirtækjanna Endiama og Rosas & Petalas.

Í umfjöllun CNN segir að einn af hverjum tíu þúsund demöntum séu litaðir og aðeinn af hverjum hundrað sé yfir 10,8 karöt að stærð. Því er um að ræða stórfenglegan fund.

Demanturinn mun fara á uppboð hjá uppboðshúsinu Sodiam í Angóla á næstunni en ekki er búið að setja verð á hann. Það á að skoða hann betur og mæla áður en það er gert.

Fleira áhugavert: