Hvar er kaldast – Hversu kalt?

Grein/Linkur: Hversu kalt getur eiginlega orðið?

Höfundur: Lifandi Vísindi

Heimild: 

.

.

Janúar 2024

Hversu kalt getur eiginlega orðið?

Nú er skítkalt úti, en hversu kalt getur eiginlega orðið?
.

Lægsti hiti sem fyrirfinnst er – 273,15 °C – alkul. Samkvæmt eðlisfræðilögmálum hafa sameindir og atóm þá lægstu mögulegu orku.

En hvergi í heiminum er svo kalt. Jafnvel í tómarúmi er 2,73 °C yfir alkuli vegna bakgrunnsgeislunar sem á rætur að rekja til Miklahvells.

Reyndar er ekki mögulegt að ná mínus 273,15 °C en árið 2021 náðu þýskir vísindamenn hitastigi sem var aðeins 38 billjónustu yfir alkuli.

Gríðarlega lágt hitastig vekur áhuga vísindamanna vegna þess að efni hegða sér á mjög sérstakan hátt og verða til dæmis ofurfljótandi, þ.e. flæðir án mótstöðu, eða ofurleiðandi þannig að rafstraumur geti borist án viðnáms.

Norðurlöndin eru hlý

Náttúrulegt hitastig á jörðinni kemst aldrei nálægt alkuli.

Á Norðurlöndunum hefur kaldast verið í Svíþjóð en frost mældist 52,6 °C í Vuoggatjålme 2. febrúar árið 1966. Í Finnlandi er metið -51,5 °C, í Noregi – 51,2 °C og í Danmörku – 31,2 °C.

Á Íslandi fór hitinn lægst Frostaveturinn mikla árið 1918. Þá mældist hitinn 38 frostgráður á Grímsstöðum og eins í Möðrudal á Öræfum þann 22. janúar.

Efri hitamörk finnast líka eins og með alkul samkvæmt eðlisfræðikenningum – Mörkin eru u.þ.b. 142 milljónir milljónir milljónir milljónir milljónir gráða °C.

.

Norðurlöndin eru langt frá metum

Þótt okkur finnist oft skítkalt er lægsti hiti í Skandinavíu, -52,6 °C, langt frá kaldasta metinu.

1. Rússland kælir Evrópu

Lægsta hitastig á meginlandi Evrópu mældist í Rússlandi. Á gamlárskvöld árið 1978 fór hitamælirinn í Ust-Shchuger, nálægt Úralfjöllum og Síberíu, niður í -58,1 °C.

2. Grænland kaldast í norðri

Grænlendingar eiga kuldametið í norðri en lægsti hiti á norðurhveli jarðar mældist -69,6 °C á miðjum Grænlandsjökli 12. desember árið 1991.

3. Suðurpólsstöð á metið

Enginn staður kemst nálægt kuldameti Suðurskautslandsins. Lægsti náttúrulegur hiti plánetunnar mældist -89,2 °C í Vostok rannsóknarstöðinni 21. júlí árið 1983.

Fleira áhugavert: