Frostlögur – Eiginleikar litaafbrigða

Grein/Linkur:   Litur á frostlegi og skúmmyndun

Höfundur: Leó M. Jónsson

Heimild: 

.

VINSÆLAST/NR.9 2023

.

         

.

Febrúar 2007

Litur á frostlegi og skúmmyndun    (Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurn)

Spurt: Ég ætlaði að kaupa frostlög en bensínstöðin átti bara rauðan en á vélinni er grænn og mig minnti að ekki mætti blanda þessum litum saman. Ég fór því á aðra bensínstöð en þar var bara til blár og rauður. Þeir sögðu að til væri rauður, blár og grænn frostlögur og ekki mætti blanda saman tegundum. Hvaða mismunandi eiginleika hafa þessi litaafbrigði og má aldrei blanda saman litum? Hvað ræður því hvaða litur er notaður á bílinn? Annað mál: Mig minnir að ég hafi lesið í grein að skúm gæti myndast í ventlaloki ef öndun vélar væri teppt. Ég sá einmitt slíkt skúm þegar ég opnaði olíulokið (Opel Corsa) til að bæta olíu á vélina.

Er fleira sem getur valdið svona skúmmyndun og hvað er hún hættuleg?

Svar: Ástæður mismunandi litar á frostlegi, sem hefur ekkert með frostþol hans að gera, eru þrjár: Í fyrsta lagi til að skilja á milli annars vegar etýlglýkol-kælivökva, sem er dýr, hættulaus mönnum og dýrum og veldur minni tæringu á áli, og hins vegar própýlglýkol-kælivökva, sem er ódýr, skaðlegur (t.d. geta kettir drepist af því að lepja hann upp) og veldur meiri tæringu á áli. Sumir nýir bílar koma með grænum eða gulum etýlglýkol-vökva og er það þá sérstaklega tekið fram á miða í húddinu (og að aldrei þurfi að endurnýja hann). Etýlglýkol-vökvi mun ekki vera á almennum markaði hérlendis. Í öðru lagi nota ákveðnir framleiðendur liti til að skilja að frostlög eftir því hve mikið hann inniheldur af tæringarvarnarefni, t.d. er grænn Comma-kælivökvi með tæringarvörn sem á að duga í þrjú ár en rauður fimm ár. Í þriðja lagi nota framleiðendur liti til að sérmerkja kælivökva sem inniheldur ákveðin efni samkvæmt staðli ákveðins bílaframleiðanda, t.d. getur kælivökvi fyrir Scania verið blágrænn en fyrir GM-dísilvélar dökkblár. Það telst góð pólitík að blanda ekki saman kælivökva af mismunandi lit.

Varðandi skúmið – þá er algengasta orsök þess rakaþétting innan i ventlaloki vegna tepptrar öndunar á milli ventlaloks og soggreinar. Leki heddpakkning vatni út í smurganginn getur myndast svona skúm en þá er olían jafnframt áberandi gráleit. Skúm vegna tepptrar öndunar er algengasta orsök ótímabærrar eyðileggingar kambáss – sem er undantekningarlaust dýr viðgerð. Þeir á smurstöðinni Klöpp kanna öndunina fyrir þig.

Fleira áhugavert: