Skagafjörður, heitir pottar – Spara heitt vatn

Grein/Linkur:  Skagfirðingar sleppi heitu pottunum

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:  

.

Mynd – google.com 12.01.2024

.

Desember 2023

Skagfirðingar sleppi heitu pottunum

Frost norðan­lands hef­ur mest farið yfir 16 gráður í dag; á Sauðár­króks­flug­velli og Gríms­stöðum á Fjöll­um. Hafa Skaga­fjarðar­veit­ur hvatt íbúa til að fara spar­lega með heita vatnið og sleppa því að fara í heita pott­inn.

„Nú þegar frostið er í tveggja stafa tölu dag eft­ir dag beina Skaga­fjarðar­veit­ur þeim til­mæl­um til viðskipta­vina sinna að fara spar­lega með heita vatnið svo ekki þurfi að koma til lok­ana. Sér­stak­lega skal bent á sleppa notk­un á heit­um pott­um meðan kuld­inn er sem mest­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Skaga­fjarðar­veit­um til íbúa.

Veður­spár gera ráð fyr­ir áfram­hald­andi kuldatíð næstu daga, með allt að 15 stiga frosti á Norður­landi.

Kalt er á Króknum þessa dagana.

Kalt er á Krókn­um þessa dag­ana. Ljós­mynd/Ó​mar Bragi Stef­áns­son

Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður sá ástæðu til þess í vik­unni, vegna mik­illa kulda und­an­farið, að vara við mik­illi klaka­mynd­un og ís­ingu í ám og lækj­um. Eru for­eldr­ar og for­ráðamenn hvatt­ir til að brýna fyr­ir börn­um að leika sér ekki á ísn­um á Sauðá, eða í kring­um ána.

„Nauðsyn­legt er að ræða við börn um hætt­una sem staf­ar af slík­um leik. Tals­vert vatn er einnig farið að renna ofan á ísn­um á köfl­um,“ seg­ir í frétt á vef Skaga­fjarðar.

Sauðáin, sem rennur í gegnum Sauðárkrók, er i klakaböndum og …

Sauðáin, sem rennur í gegnum Sauðárkrók, er i klakaböndum og börn vöruð við að vera þar að leik. Ljósmynd/Svfél. Skagafjörður

Fleira áhugavert: