Olía, ólíuverð – Las Vegas, Húgó

Grein/Linkur: Las Vegas og Húgo

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Las Vegas og Húgo

Ég held ég hafi í fyrsta sinn keypt hlutabréf um miðjan 10. áratuginn. Það var líklega í íslenska hlutabréfasjóðnum, sem nefndist Auðlind. Þeim bréfum var síðar skipt út þegar Auðlind sameinaðist Kaupþingi, sem svo varð KB Banki og svo aftur Kaupþing.

Ég seldi öll bréfin mín í Kaupþingi nokkru áður en fjármálakreppan reið yfir. Vegna þess að ég taldi gengið vera orðið óeðlilega hátt. Fyrst á eftir var súrt að sjá gengi bréfanna halda áfram að hækka. En svo kom hrunið. Og þá þykist maður geta sagt „Vissiða!“. Svo keypti ég ekki í Oz. Og ekki í Decode. Vissiða nefnilega!

En auðvitað er þetta bara gambling. Engu skárra en í Vegas. Það er vandlifað. Hef aðeins eina reglu í fjárfestingum. Aldrei að kaupa hlutabréf, né fjárfesta persónulega í í futures, með meira lánsfé en nemur 25%. Fyrir utan hina regluna mína. Kaupa þegar verðið er í botni. Og selja þegar það er í toppi.

Borse_Dubai_LogoHe, he. Þetta síðastnefnda er auðvitað bara bull. Því enginn veit jú hvenær verð er í toppi eða botni. Þess vegna verður maður að koma sér upp eilítið meira vitrænni strategíu. Þá er annað hvort að elta Buffet eða að sýna örlítið meira sjálfstæði og veðja á hvaða markaðir standa frammi fyrir uppsveiflu. Nú er hálft ár síðan ég veðjaði á skammtímauppsveiflu á olíumörkuðum og langtímauppsveiflu hjá fyrirtækjum í endurnýjanlegri orku. Fyrri sveiflan gekk heldur betur eftir. Enn er of snemmt að segja til um hvernig fer með síðari sveifluna. En það er a.m.k. góðs viti, þegar maður eins og Ólafur Jóhann setur pening í fyrirtæki eins og Geysi Green Energy. Svo er auðvitað spennandi að veðja á hvort einhversstaðar séu hernaðarátök yfirvofandi. Alltaf mikil peningalykt af slíku. Sem sagt; Vegas, NYMEX, ICEX, OMX eða Borse Dubai. Hvar er mesta fjörið?

Nú hefur olíuverðið lækkað þrjá daga í röð. Verður spennandi að sjá hvort lækkunin heldur áfram í dag. Eða hvort spákaupmenn voru einfaldlega að leysa út smá hagnað og fara nú að kaupa á ný. Þegar þetta er párað er olíuverðið á Nymex að hækka frá því í gær. Hvað síðdegið ber í skauti sér kemur í ljós.

Orkubloggið hefur haldið því fram að sé litið til verðbólgu og hagvaxtar í heiminum síðustu ár og áratugi, sé ekki hægt að tala um að olíuverð sé hátt fyrr en það nær ca. 150 USD fyrir tunnuræfilinn. Orkubloggið hefur samt einnig gefið þeim skoðunum undir fótinn, um að það sé að myndast olíubóla. En bloggið er enn þeirrar skoðunar að hugsanleg bóla springi ekki alveg á næstunni – ekki fyrr en efnahagssamdrátturinn verður meiri og áþreifanlegri.

Ruchir_Sharma

Ruchir_Sharma

Kannski er Orkubloggið úti á þekju. Ég hef áður nefnt fýlupokann Ruchir Sharma hjá Morgan Stanley, sem spáir því að olíuverðið muni lækka stórlega (sjá færsluna „Tollað í olíutískunni“ frá 10. júní;  http://askja.blog.is/blog/askja/entry/564263.

Annar enn svartsýnni (eða bjartsýnni – allt eftir því hvert sjónarhornið er) er Bill nokkur Smith, sem er forstjóri ráðgjafafyrirtækisins SAM Advisors í Stóra Eplinu; New York. Hann segir olíumarkaðinn drifinn áfram af hreinni spákaupmennsku og verðið muni senn hrynja í 40 USD.

bill_smith_SAM_advisours

bill_smith_SAM_advisours

En hver mun hafa rétt fyrir sér? Aðrir fuglar í bransanum hafa spáð olíutunnunni í allt að 200-300 dollara innan árs. Það skemmtilega er auðvitað að við höfum enga hugmynd um hver er með réttu töluna. Og enn skemmtilegra er sú staðreynd að Bill Smith er alnafni aðstoðarmannsins hans Edwin Drake, sem fyrstur manna byrjaði á nútíma olíuvinnslu (sbr. færslan „Olíu Drake“ frá 11. júlí s.l.;  http://askja.blog.is/blog/askja/entry/588241).

En mesta grínið er auðvitað það, að framleiðslukostnaður á olíu er hreint peanuts víða um heim. Nánast frítt að ná gumsinu upp. Smá kostnaður að hreinsa það og keyra út á markaðinn. En þetta eru samt algerir smápeningar. Þess vegna eru olíufyrirtækin flest að græða stjarnfræðilegar upphæðir þessa dagana.

VENEZUELA-OIL-production

VENEZUELA-OIL-production

Tökum Venesúela sem dæmi. Þar er einfaldlega gríðarleg olía. Olíubirgðir Venesúela eru taldar vera um 80 milljarðar tunna, sem eru hátt í 7% af öllum olíubirgðum í heiminum. Enda er Venesúela nú 9. stærsta olíuframleiðsluríkið og 6. stærsti olíuútflytjandinn (á eftir Saudi Arabíu, Rússlandi, Noregi, Íran og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum). Og þegar litið er til hækkandi olíuverðs verður olíusandur líka áhugaverður. Þar er Kanada með mestu birgðirnar, en Venesúela kemur skammt á eftir – með allt að 270 milljarða tunna vinnanlegar úr olíusandi. Maður fer barrrrasta að slefa – rétt eins og kallinn í „Dagsláttu drottins“, þegar hann sá Elsku Jill berrassaða.

En olíuiðnaðinum í Venesúela er hryllilega illa stjórnað og fjárfestingar þar skipulagslausar. Þess vegna hefur framleiðslan þarna í sólinni við Karíbahaf heldur minnkað síðustu árin. Talið er að Venesúela gæti með eðlilegri uppbyggingu olíuiðnaðarins framleitt 5-6 milljón tunnur á dag. Í staðinn slefar framleiðslan þar ekki einu sinni yfir 3 milljón tunnur – eins og þó var fyrir nokkrum árum.

Hugo_Che

Hugo_Che

Það dásamlega skemmtilega við þetta allt saman er hvað það kostar hlægilega lítið að framleiða olíu í Venesúela. Núna þegar tunnan selst á…. 133 dolara og 46 cent á Nymex. Já – akkúrat á sama tíma er verið að framleiða olíutunnuna af light crude í Venesúela fyrir um 4 USD og selja hana til afhendingar eftir mánuð á meira en 30földu því verði. Kannski ekki skrítið þó allt sé á floti í peningum þessa dagana í höllinni hjá Hugo og félögum. Lucky bastards!

Fleira áhugavert: