Vestmannaeyjar – Ný vatnsleiðsla, viljayfirlýsing

Grein/Linkur: Ríkið tekur þátt í að leggja vatnsleiðslu til Eyja

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: 

.

.

Júlí 2023

Ríkið tekur þátt í að leggja vatnsleiðslu til Eyja

Viljayfirlýsing um vatnslögn til Eyja var undirrituð á Skansinum að …

Viljayfirlýsing um vatnslögn til Eyja var undirrituð á Skansinum að loknum bæjarstjórnarfundi. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skrifuðu undir en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fylgdist með á fjarfundi og skrifaði undir rafrænt. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ríkið og Vest­manna­eyja­bær hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um að rík­is­sjóður taki þátt í kostnaði við lagn­ingu nýrr­ar vatns­leiðslu til Eyja.

Það er gert vegna þeirr­ar sér­stöðu Vest­mann­eyja að vera háðar flutn­ingi vatns frá fasta­land­inu og með vís­an til al­manna­varna­sjón­ar­miða, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir jafn­framt, að vilja­yf­ir­lýs­ing­in sé gerð með fyr­ir­vara um fjár­veit­ingu á grund­velli fjár­heim­ild­ar Alþingi. Gert sé ráð fyr­ir að rík­is­sjóður greiði allt að 80% kostnaðar sem sé um­fram 1.200 millj­ón­ir kr. en ekki hærri fjár­hæð en 800 millj­ón­ir kr. Fram­lagið verði greitt til sveit­ar­fé­lags­ins við lok fram­kvæmda þegar vatns­leiðslan hef­ur verið tek­in í notk­un og end­an­leg­ur kostnaður ligg­ur fyr­ir.

Nauðsyn­legt að leggja nýja leiðslu til að tryggja ör­yggi

Það voru Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, og Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, sem und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ing­una í dag á Skans­in­um við upp­haf gos­loka­hátíðar í Eyj­um.

Fram kem­ur, að ein vatns­leiðsla flytji nú vatn til Vest­manna­eyja og komið sé að viðhaldi á henni. Eldri leiðslur séu ónýt­ar og nauðsyn­legt er talið að leggja nýja leiðslu til að tryggja ör­yggi.

„Vest­manna­eyja­bær og al­manna­varna­svið rík­is­lög­reglu­stjóra hafa vakið at­hygli á að al­manna­varna­ástand geti skap­ast fljótt ef vatns­leiðsla til Eyja rofn­ar.

Þrátt fyr­ir ótví­ræða skyldu sveit­ar­fé­laga, skv. lög­um um vatns­veit­ur sveit­ar­fé­laga, til að full­nægja vatnsþörf hef­ur ríkið ákveðið taka þátt í þess­um kostnaði í ljósi sér­stöðu Vest­manna­eyja,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fleira áhugavert: