Þingvellir – Skólpsprenging

Grein/Linkur: Dýr skólpsprenging á Þingvöllum

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Lífríki Þingvallavatns er viðkvæmt en aukin umferð ferðamanna um þjóðgarðinn hefur aukið kostnað við að koma skólpi til hreinsunar. mbl.is/Sigurður Bogi

.

Október 2023

Dýr skólpsprenging á Þingvöllum

Á síðustu tólf árum hef­ur verið lát­laus ferðamanna­straum­ur til Þing­valla. Fyr­ir 20 árum var byggð gesta­stofa og fræðslumiðstöð á Hak­inu. „Þá kom fyrsti vís­ir að þess­ari þjón­ustu fyr­ir gesti og fimm sal­erni voru sett upp. Þau voru nátt­úru­lega langt frá því að vera nógu mörg fyr­ir þann fjölda sem kom inn á svæðið. En á sama tíma fór­um við að reka okk­ur á að við erum á vatna­svæði Þing­valla­vatns. Mjög ströng reglu­gerð gild­ir um meðferð frá­veitu frá þessu svæði,“ seg­ir Ein­ar Á.E. Sæ­mundsen þjóðgarðsvörður.

Sal­ern­um var fjölgað

„Á ár­un­um 2010 og 2011 var sal­ern­um fjölgað og ljóst að við þyrft­um að fara í frá­veitu­lausn­ir. Því var það ákveðið að setja niður hreins­istöð með ærn­um til­kostnaði,“ seg­ir Ein­ar. Spreng­ing varð í fjölg­un ferðamanna á ár­un­um 2012 til 2014 og kom fljót­lega í ljós að hreins­istöðin væri langt frá því að anna því sem á hana var lagt. „Það þurfti eitt­hvað meira þannig að það var hrein­lega farið að dæla úr henni og hún tæmd reglu­lega en sam­hliða þessu er alltaf krafa um fleiri sal­erni þar sem fjöldi ferðamanna er slík­ur.“

Heimsafar­ald­ur­inn var notaður til að betr­um­bæta frá­rennslis­mál­in á Þing­völl­um og bæta við 25 sal­ern­um á lyk­il­stöðum, t.d. við bíla­stæði og göngu­stíga. Það sem ferðamenn skilja eft­ir sig fer nú í lokaða tanka­bíla sem flytja úr­gang­inn í heins­istöð við Sunda­höfn þar sem bíl­arn­ir losa sig við farm­inn sem fer inn á dælu­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar.

Kostnaður hækk­ar

„Á þessu ári er kostnaður­inn orðinn mjög mik­ill enda hef­ur fjöldi ferðamanna sprungið út á þessu ári. Við erum að horfa fram á mjög harðan raun­veru­leika við að losa skólpið,“ seg­ir Ein­ar.

Fleira áhugavert: