Útfjólublá geislun er víða notuð til þess að gera örverur (gerla og veirur) í drykkjarvatni óvirkar.
Oft er talað um útfjólublátt ljós vegna þess að útfjólublá geislun er rafsegulgeislun eins og sýnilegt ljós og berst til okkar frá sólinni. Það er einmitt útfjólublár hluti sólarljóssins sem veldur því að við sólbrennum. Mannsaugað greinir ekki útfjólubláa geislun en hægt er að fylgjast með henni með mælitækjum.
Útfjólublá geislun gerir örverur í vatni óvirkar með því að skemma kjarnsýrur þeirra. Notaðir eru lampar sem gefa frá sér útfjólubláa geislun af þeirri bylgjulengd sem örverurnar eru viðkvæmastar fyrir og vatnið er leitt fram hjá þeim í örþunnu lagi.
Útfjólublá geislun er mjög áhrifarík leið til að hreinsa drykkjarvatn og gera það öruggt til neyslu. Aðrir eiginleikar vatns breytast ekkert við hreinsunina