Vatn, bensín – Hvað er sameiginlegt?

Grein/Linkur: Hvað er sameiginlegt með bensíni og vatni?

Höfundur: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: 

.

.

Júlí 1996

Hvað er sameiginlegt með bensíni og vatni?

Skipulagt viðhald og stilling lagnakerfa skilar sér ekki aðeins sem sparnaður. Það getur líka komið í veg fyrir mikla skaða á öllum hlutum bygginga.

Það hefur löngum verið talið erf itt að blanda saman vatni og olíu svo búast má við að flestir telji þetta tvennt eiga fátt sameiginlegt. En það er hægt að finna skyldleika, í það minnsta með olíu eða bensíni annars vegar og heitu vatni hins vegar. Hvoru tveggja hefur í sér geymda orku sem nýta má á margan hátt. Víða hérlendis hættu menn að brenna olíu til húshitunar þegar hitaveita kom í byggðarlagið, olían og heita vatnið uppfylltu sömu þörf.

Bensínið á bílinn og heita vatnið á miðstöðvarkerfið eiga einnig það sameiginlegt að hvoru tveggja þarf að borga en sá stóri munur er á að lítra af bensíni er líklega þrettánhundruð sinnum dýrari er lítri af hitaveituvatni. Það skýrir ýmislegt. Nútímamanni í svokölluðum þróuðum löndum er nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið og flestir sem komnir eru til vits og ára eiga bíl, hvoru tveggja er næstum talið til frumþarfa. Bíllinn er þveginn með vissu millibili, það er farið með hann á smurstöð eftir smurbókinni, skipt um olíu og og allir smurkoppar fylltir. Til að gangur vélarinnar sé sem bestur er skipt um platínur og kerti eftir almanakinu og svo kemur að því að vélin er stillt eftir kúnstarinnar reglum til að bensínið nýtist sem best og vélin endist sem lengst. Ekki má gleyma því að fylgjast með hvort ryð geri vart við sig í húsi og aurhlífum og renna í gegnum olíbað til öryggis.

Margt fleira mætti upp telja. Í húsi eru lagnir Það hefði kannski eins mátt spyrja í upphafi hvað væri sameiginlegt með húsi og bílum því það er ýmislegt, t. d. þarf húsið viðhald eins og bíllinn. Að sumu leyti er eigendum þetta fullljóst, þeir gera sér grein fyrir að það þarf að mála húsið svo eitthvað sé nefnt. Í hverju húsi eru lagnir og við lagnirnar eru tengd ýmis tæki. það má nefna hreinlætistæki, blöndunartæki, sjálfvirka ofnloka, þrýstijafnara, mæla, dælur og margt, margt fleira. Í rauninni er lagnakerfi hvers húss viðkvæmur vélbúnaður alveg eins og vélin í bílnum og það er hætta á tæringu í lögnum eins og í stálhúsi bílsins. Munurinn mikli er hins vegar sá að eiganda hússins og bílsins er ljóst að góð meðferð og skipulegt eftirlit og viðhald bílsins er fyrirhyggja sem skilar sér alveg eins og sparnaður og ráðdeild, en fæstir gera sér grein fyrir því að nákvæmlega sömu lögmál gilda um lagnakerfi húsa.

Þí miður er það svo, að sá sem flytur inn í nýtt hús hirðir ekkert um „æðakerfi“ hússins, þar er ekki um skipulegt eftirlit og viðhald að ræða, þar er oft og tíðum ekki gripið inn í fyrr en eitthvað gefur sig. Lagnakerfi húsa eru óhreinu börnin hennar Evu. Lagnamaður spurði húseiganda að því hvers vegna hann tryggði ekki með góðra manna hjálp bestu nýtingu heita vatnsins eins og hann reyndi að tryggja sem besta nýtingu þess bensíns sem hann notaði á bílinn. Svarið var svo einfalt og hefur raunar komið fram hér á undan; hvatinn verður mismunandi þegar lítrinn kostar sjötíu krónur eins og bensínið eða fimm og hálfan eyri eins og heita vatnið; það er ekki eftir svo miklu að slægjast varðandi það síðarnefnda finnst mörgum. Það er ef til vill langsótt að fara að tala um þjóðarhag en auðlindin okkar, heita vatnið, er ekki óþrjótandi og það er full ástæða til að fara sparlega með það. En skipulegt viðhald og stilling lagnakerfa skilar sér ekki aðeins sem svolítill sparnaður í útgjöldum, það getur einnig aukið notagildi lagnakerfa og aukin þægindi af þeim og ekki síst; komið í veg fyrir mikla skaða á öllum hlutum bygginga.

Fleira áhugavert: