Raflínur í Jarðstrengi – 43% í 80%

Heimild:

.

Júlí 2017

Jarðstrengir leysi raflínur af hólmi

Stefnt er að því að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi rafmagns fari úr 43% í 80% á næstu 18 árum, samkvæmt drögum að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu kerfisins. Þá á eins og kostur er að forðast að raska friðlýstum svæðum og svæðum sem njóta sérstakrar verndar.

Drögin, sem voru sett á heimasíðu stjórnarráðsins, eru fyrsta skrefið í stefnumótun í uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Sett var í lög árið tvö þúsund og fimmtán að ráðherra skuli á fjögurra ára fresti leggja fram þingsályktunartillögu um slíka stefnu. Samkvæmt breytingunni átti að leggja tillöguna fram í haust en kosningarnar breyttu þeim áformum.

Tillagan er nokkuð ítarleg en þar er meðal annars lögð áhersla á að byggja kerfið upp með opnum og fyrirfram skilgreindum hætti, gæta jafnvægis milli efnahaglegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta og forðast eins og kostur er að raska friðlýstum svæðum og svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Þá á að tryggja innviði fyrir rafbíla og notkun raforku í höfnum.

Mikið er rætt um hvort nota eigi raflínur í jörð eða loftlínur. Meginreglan eigi að vera að nota jarðstrengi við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi en loftlínur við meginflutningskerfi. Slíkt geti þó breyst ef annað er talið hagkvæmara eða æskilegra, til dæmis af tæknilegum eða umhverfislegum ástæðum. Þá er sett það markmið að auka hlut jarðstrengja í kerfinu.

Nú er það fjörutíu og þrjú prósent, en stefnt er að því að það verði fimmtíu prósent árið tvö þúsund og tuttugu, sextíu og fimm prósent árið tvö þúsund tuttugu og fimm og áttatíu prósent árið tvö þúsund þrjátíu og fimm. Í athugasemdum kemur fram að möguleikar séu til að auka hlutfall jarðstrengja í kerfinu.

Fleira áhugavert: