Binding koldíoxíðs – Ný aðferð, þróun, styrkur

Grein/Linkur: Þróa nýja aðferð til að mæla bindingu koldíoxíðs

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: 

.

Prófa meðal annars nýja aðferð til að rekja CO2 sem fangað er frá Hellisheiðarvirkjun. Ljósmynd/Carbfix

.

Ágúst 2023

Þróa nýja aðferð til að mæla bindingu koldíoxíðs

Teymi fremstu jarðvís­inda­manna Skot­lands hef­ur hlotið styrk að fjár­hæð einni millj­ón sterl­ings­punda, eða um 170 millj­ón­ir ís­lenskra króna, frá bresk­um stjórn­völd­um til að þróa nýja aðferð til að mæla bind­ingu kol­díoxíðs (CO2) í jarðlög­um með Car­bfix-aðferðinni.

Car­bfix hef­ur frá því árið 2007 þróað aðferð til að binda CO2 var­an­lega í basalt­berg­lög­um neðanj­arðar, þar sem það umbreyt­ist á skömm­um tíma í steind­ir.

Lögð er vax­andi áhersla á mik­il­vægi þess að fanga og binda CO2 til að draga úr styrk gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­loft­inu og er það tal­inn nauðsyn­leg­ur liður í að ná mark­miðum Par­ís­arsátt­mál­ans.

Greina „fingraf­ar“ CO2 sam­einda

Skosku vís­inda­menn­irn­ir munu í sam­vinnu við Car­bfix prófa nýja aðferð til að rekja CO2 sem fangað er frá Hell­is­heiðar­virkj­un, til viðbót­ar við þær aðferðir sem þegar er beitt til að staðfesta ör­ugga og var­an­lega bind­ingu þess.

Dr. Stu­art Gil­f­ill­an hjá Ed­in­borg­ar­há­skóla og teymi hans munu beita nýrri aðferð til að greina „fingraf­ar“ CO2 sam­einda, en Ed­in­borg­ar­há­skóli hef­ur sótt um einka­leyfi fyr­ir aðferðina.

Verk­efnið nefn­ist INCLUSI­ON og er sam­vinnu­verk­efni Car­bfix og SU­ERC, sem er sam­starfs­vett­vang­ur skoskra há­skóla um rann­sókn­ir á sviði um­hverf­is­mála.

Það er rann­sókn­aráð Bret­lands á sviði um­hverf­is og nátt­úru, Natural En­vironment Rese­arch Council, sem veit­ir styrk­inn.

Fleira áhugavert: