Noregur, Bergen – Ókeypis rafmagn

Grein/Linkur:  Ókeypis rafmagn í dag

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: Orkubloggið

.

Rafmagnsnotendur í Bergen í Vestur-Noregi njóta ókeypis rafmagns í dag vegna mikillar úrkomu en íbúar þar á svæðinu eru vanir henni með að meðaltali 231 rigningardag á ári. Ljósmynd/Wikipedia/Tomoyoshi NOGUCHI

.

September 2023

Ókeypis rafmagn í dag

Neyt­end­ur í Ósló og Ber­gen, tveim­ur stærstu borg­um Nor­egs, greiða ekk­ert fyr­ir raf­magns­notk­un í dag, frá miðnætti til miðnætt­is, vegna rign­ingatíðar und­an­farið en skemmst er að minn­ast regn­veðurs­ins Hans sem olli stór­tjóni í Aust­ur-Nor­egi í byrj­un mánaðar­ins.

Raf­magnsverð í Nor­egi velt­ur á stöðunni í stór­um vatns­magasín­um sem safna í sig regn­vatni. Lækk­ar verðið eft­ir því sem vatns­staðan er hærri en að sama skapi greiða neyt­end­ur raf­magns­notk­un sína dýr­ara verði í þurrkatíð.

Fram­leiðend­ur greiða neyt­end­um

Er þetta í annað skiptið sem heil byggðarlög njóta ókeyp­is raf­magns en skammt er frá fyrsta skipt­in, það var 8. ág­úst, eft­ir að Hans hafði geisað. Í raun tákn­ar þetta að raf­orku­fram­leiðend­ur greiða íbú­um téðra borga fyr­ir að nota fram­leiðsluna.

Í Kristiansand kost­ar kíló­vatt­stund­in hins veg­ar um 94 aura, rúm­ar tíu ís­lensk­ar krón­ur, svo verð á mis­mun­andi svæðum fylg­ir úr­komu þar.

Norska veður­stof­an greindi frá því í síðustu viku að meðal­hita­stig ág­úst­mánaðar hefði verið 0,9 gráðum hærra en í fyrra og um leið hefði úr­koma í mánuðinum verið 45 pró­sent meiri en í meðalári. Veður­stöð í Suður-Nor­egi mældi 392,7 milli­metra af regni í ág­úst­mánuði sem er 257 pró­sent­um yfir meðaltali mánaðar­ins.

Fleira áhugavert: