Vísindin – Áfram West Ham!

Grein/Linkur: West ham og vísindi

Höfundur: Sigurður Ingi Friðleifsson

Heimild:

.

.

Febrúar 2017

West Ham og vísindi

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar að það sé ósanngjarnt gagnvart vísindum að ætlast til að vísindamenn rökræði niðurstöður á móti persónulegum skoðunum annarra.

Sigurður Ingi Friðleifsson

Ég held með West Ham í knatt­spyrnu og fyrir mér er það besta lið Eng­lands. Ef ég væri spurður hvort West Ham eða Chel­sea væri betra lið þá myndi ég sjálf­sögðu svara West Ham. Þetta er afstaða mín, fyrst og fremst vegna þess að það er ein­dregin von mín og vilji að West Ham sé besta lið­ið. Til að „sanna“ þessa full­yrð­ingu þá myndi ég benda á síð­asta leik þess­ara liða sem end­aði tvö eitt fyrir Hömr­un­um. ­Vís­indin myndu nálg­ast þessa spurn­ingu öðru­vísi. Þau myndu skoða stærra úrtak og fleiri mæl­ingar en þessa einu sem ég freist­að­ist til að nota. Nið­ur­staða vís­inda­manna væri, því miður fyrir mig, að mæl­ingar bentu ein­dregið til þess að Chel­sea væri langtum betra lið en West Ham. Vís­indi eru nefni­lega alls ekki skoðun heldur aðferða­fræði. Nið­ur­stöður vís­inda­rann­sókna byggja á stöðl­uðum mæl­ingum sem gefa af sér ein­hverja útkomu sem hefur ekk­ert með von­ir, þrár eða til­finn­ingar vís­inda­manns­ins að gera. Það eru of margir sem átta sig ekki full­kom­lega á hvað vís­indi eru í eðli sín­u. Það er orð­ið allt of al­gengt að fólk tali um að það sé ekki sam­mála vís­inda­mönnum í hinu og þessu, líkt og vís­inda­leg fram­setn­ing sé ein­hver skoðun sem hægt er að rök­ræða og þrátta um.

Það er ósann­gjarnt gagn­vart vís­indum að ætl­ast til að vís­inda­menn rök­ræði nið­ur­stöður á móti per­sónu­legum skoð­unum ann­arra. Vís­inda­menn eru alltaf í þeirri erf­iðu stöðu að grunn­eðli vís­inda setur þeim tak­mörk um túlk­anir og úti­lokar í raun full­yrð­ing­ar. Ef vís­inda­maður væri spurður hvort liðið væri betra væri svarið hóf­stillt og var­lega orðað t.d. „Nið­ur­stöður mæl­inga benda ein­dregið til þess að Chel­sea sé tals­vert betra lið að jafn­að­i“. Per­sónu­lega gæti ég sjálfur verið mun meira afger­andi og svarað „West Ham er betra lið eins og síð­asti leikur sýndi klár­lega“. En hvað er ég að blaðra um þetta? Jú um þessar mundir eru ýms­ir tæki­fær­is­sinn­ar dug­legir við að afneita vís­inda­legum nið­ur­stöðum um mMyndaniðurstaða fyrir west hamik­il­væg mál. Til eru þeir sem t.d. velja kaldasta dag árs­ins eða ein­hverja aðra skamm­tíma­sveiflu ­niður á við, til afneita með öllu vís­inda­legum nið­ur­stöðum um ­lofts­lags­breyt­ing­ar. Þeir eru líka til sem nota dæmi um raf­bíl, sem hlað­inn er með orku frá úreltasta kola­orku­veri heims, sem ein­hverja „sönn­un“ fyrir því að almennt sé lít­ill munur á heild­ar­út­blæstri raf­bíls og bens­ín­bíls.

Til að ná mik­il­vægum fram­förum í umhverf­is­málum þá verður fólk, sem velur skyn­semi umfram þröng­sýni eða sér­hags­muni, að standa með vís­indum og berj­ast fyrir jákvæðum fram­gangi byggðum á aðferða­fræði. Vís­indin þurfa hjálp í umræð­unni, því ein og sér eru þau ber­skjöld­uð. Það er alltaf hægt að koma vís­inda­manni í erf­iða aðstöðu gagn­vart allri umræðu með þess­ari ein­földu spurn­ingu: „Getur þú full­yrt að þetta sé svona alltaf?“. Sam­kvæmt vís­inda­legri nálgun verður svarið alltaf nei á meðan and­stæð­ing­ur­inn getur full­yrt hvað sem er út frá sinni skoðun eða til­finn­ing­u. Ég er alls ekki að tala um að að fólk hætti að efast og kok­gleypi við öllu. Efi er einmitt eitt af grunn­gildum vís­inda og öll vís­inda­vinna eins og stöðl­un, stærð úrtaks og end­ur­tekn­ingar snú­ast um að lág­marka efann. Efinn er svo aftur nýttur til að að lág­marka oftúlkun á nið­ur­stöðum fyrir ein­stakar rann­sókn­ir. Vís­indi eru ekki og verða aldrei full­komin en þau eru besta aðferða­fræðin til að nálg­ast öll þau við­fangs­efni og áskor­anir sem við stöndum frammi fyr­ir­.

Á­fram West Ham!

Fleira áhugavert: