Verndun vatnssvæða

Grein/Linkur:  Vernduð og viðkvæm svæði

Höfundur: Umhverfistofnun

Heimild: 

.

.

Vernduð og viðkvæm svæði

Fylgjast þarf sérstaklega með vernduðum og viðkvæmum svæðum með tilliti til álags á þau og að ástand þeirra hraki ekki. Þar gegna lög nr. 36/2001 um stjórn vatnamála mikilvægu hlutverki. Samkvæmt 25. gr laga um stjórn vatnamála skal Umhverfisstofnun halda skrá yfir vernduð og viðkvæm svæði. Í henni skal m.a. tilgreina vatnsverndarsvæði, vatnavistkerfi, svo og vistkerfi sem tengjast þeim að vatnabúskap, ásamt svæðum sem njóta heildstæðrar verndar samkvæmt lögum eða eru friðlýst vegna sérstöðu vatns. Skráin skal taka til eftirtalinna gerða verndaðra svæða:

Svæði þar sem neysluvatnstaka fer fram og ætluð eru til slíkrar vatnstöku í framtíðinni. 

  • Hér á íslensk reglugerð nr.  536/2001 um neysluvatn við, en markmið hennar er að tryggja að neysluvatn sé heilnæmt og hreint.

Svæðin á skránni eru annaðhvort með meiri neysluvatnstöku en 10m3 á dag eða þjóna meira en 50 manns. Á Íslandi er yfirgnæfandi hluti neysluvatns grunnvatn, en í einhverjum tilfellum er yfirborðsvatn notað.

Svæði sem vernduð eru vegna efnahagslega mikilvægra tegunda vatnalífvera.

  • Hér er átt við ferskvatnslífverur en á Íslandi eru ekki margar reglugerðir sem eiga við undir þessum lið, einna helst má nefna lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006. Í 24. gr. laganna er fjallað um svæðisbundna friðun lax og göngu- og vatnasilungs.
  • Engin slík svæði eru til samkvæmt reglugerðinni.

Vatnshlot sem eru tilnefnd/flokkuð sem afþreyingarvötn. 

Hér á íslensk reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni við, en markmið hennar er að stuðla að öryggi notenda og bættum hollustuháttum á baðstöðum í náttúrunni. Hér er ekki átt við sundlaugar sem nota klór til hreinsunar og eru starfleyfisskyldar.

Númer vatnshlots Nafn  Athugasemd
IS104-1302-C Skerjafjörður Ylströndin í Nauthólsvík
IS102-1835-L Urriðavatn Fljótandi baðlaugar í náttúrulegu stöðuvatni

Svæði sem eru næm fyrir næringarefnum, þ.m.t. svæði sem eru metin sem svæði í hættu, samkvæmt reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri, og svæði, sem eru metin sem viðkvæm svæði, samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp

  • Hér á íslenska reglugerð nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri við. Jafnframt tekur þetta til svæða sem hafa verið skilgreind viðkvæm samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
  • Í reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns segir í 18. gr reglugerðarinnar: „Þingvallavatn telst viðkvæmt fyrir köfnunarefnismengun sbr. reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri.“ Vöktun fer nú þegar fram í Þingvallavatni.
  • Þingvallavatn er eina vatnið á Íslandi sem hefur enn sem komið er verið skilgreint viðkvæmt fyrir köfnunarefnismengun.

Svæði sem eru tilnefnd í því skyni að friða búsvæði eða tegundir, þar sem viðhald eða umbætur á ástandi vatnsins er mikilvægur þáttur í verndinni. 

  • Á Íslandi hefur hvorki vistgerðartilskipun Evrópusambandins né fuglatilskipunin verið innleidd í íslensk lög. Hér eiga íslensk lög nr. 60/2013 um náttúruvernd við, en þau taka til friðlýstra svæða.
  • Á Íslandi eru meira en 100 friðlýst svæði. Þar af var metið að alls 23 svæði væru friðlýst í því skyni að friða búsvæði eða tegundir, þar sem viðhald eða umbætur á ástandi vatnsins væri mikilvægur þáttur í verndinni. Vatnshlot undir stjórn vatnamála eru í einhverjum tilfellum sérstaklega afmörkuð innan friðlýstu svæðanna vegna stærðar stöðuvatns/straumvatns t.d. í tilfelli Þingvallavatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslur. Innan flestra þessara friðlýstu svæða eru hinsvegar ekki afmörkuð vatnshlot fyrir stöðuvötn þar sem þau náðu ekki 0,5 kmviðmiðunarstærð innan vatnshlotaskiptingar stjórnar vatnamála. Í þeim tilfellum var sérstaklega skoðað álag á friðlýstu svæðin og í þeim tilfellum þar sem álag var talið til staðar eða að svæðin voru innan þéttbýlis var lögð til afmörkun stöðuvatna innan svæðanna. Þessi stöðuvötn (tjarnir) voru þá í öllum tilfellum minni en ofangreind viðmiðunarmörk (0,5 km2). Í tilfelli strandsjávar eru þessi stærðarmörk ekki til staðar og ekki takmörk á því hversu mikið hægt er að klippa minni vatnshlot frá stærri vatnshlotum t.d. Grunnafjörður.

Fleira áhugavert: