Vindmyllur Færeyjum – Stærsti orkugjafinn

Grein/Linkur: Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga

Höfundur: Kristján Már Unnarsson

Heimild:

.

Nýjustu vindmyllurnar og þær langstærstu í Færeyjum eru á Gellingarkletti ofan Þórshafnar. KRINGVARPIÐ

.

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga

Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.

Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en færeyskt samfélag er sennilega það sem einna mest líkist því íslenska. Þó er einn stór munur á; Færeyingar eru ekki jafn ríkir af orkulindum og Íslendingar og hafa þeir þurft að framleiða stóran hluta raforku sinnar með olíu.

En rétt eins og á íslenskum fjöllum, þá getur verið vindasamt á þeim færeysku og því hafa Færeyingar ákveðið að veðja á vindorkuna í vegferð sinni að grænum orkuskiptum.

Tölurnar tala sínu máli um árangurinn. Í fyrra voru 62 prósent raforku Færeyinga framleidd með dísilolíu, 24 prósent með vatnsorku, 13 prósent með vindorku og um eitt prósent með lífdísil og sólarorku.

Nýjustu tölur núna einn daginn í desember sýndu að dísilolían var fallin niður í 28 prósent, vatnsorkan var 25 prósent og vindorkan komin upp í 45 prósent, en tölur milli daga sveiflast þó mjög eftir því hvernig vindurinn blæs.

Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Þar voru reistar sex vindmyllur, þær langstærstu í Færeyjum. Hver þeirra er 91 metra há og með þremur 57 metra löngum blöðum, sem mynda 117 metra hring að þvermáli.

Hvert blað í stærstu vindmyllunum er 57 metra langt og því talsverð áskorun að flytja þau um vegakerfið.KRINGVARPIÐ

Og það fylgdu því áskoranir að koma þessum risastóru ferlíkjum upp á fjallið, þannig þurfti vörubílahlöss til að víkka beygjur og styrkja vegkanta.

Með blöðunum uppkomnum ná vindmyllurnar 150 metra hæð en þær voru formlega teknar í notkun þann 2. desember. Uppsett afl þeirra er samanlagt um 25 megavött og áætlað að þær framleiði um eitthundrað gígavattstundir á ári. Með þeim eykst sjálfbær raforkuframleiðsla Færeyinga um fjórðung.

Athugasemd: Í upphaflegri frétt sagði að blöðin væru 117 metra löng. Sú tala á við þvermál hringsins sem blöðin mynda uppkomin.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:

Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:

Fleira áhugavert: