Orkukrísa Evrópuríkja – Kostar 125,4 bill­jón­ir

Grein/Linkur: Kostnaður vegna orkukrísu heldur áfram að vaxa

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: mbl

.

.

Febrúar 2023

Kostnaður vegna orkukrísu heldur áfram að vaxa

Kostnaður Evr­ópu­ríkja til þess að hlífa heim­il­um og fyr­ir­tækj­um frá vax­andi orku­kostnaði vegna orkukrísu sem nú rík­ir í álf­unni nálg­ast 800 millj­arða evra. Það eru um 125,4 bill­jón­ir ís­lenskra króna.

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un Bru­eg­el-hug­veit­unn­ar en upp­hæðin hef­ur hækkað úr 706 millj­örðum evra frá því í nóv­em­ber síðastliðnum upp í 792 millj­arða evra. Þá hef­ur hug­veit­an hvatt Evr­ópu­ríki til þess að nota fjár­magn sitt á hnit­miðaðri máta. Reu­ters grein­ir frá.

Í um­fjöll­un miðils­ins kem­ur fram að fjár­mun­irn­ir hafi að mestu ekki verið notaðir á hnit­miðaðan máta til þess að sporna gegn kostnaðinum. Frem­ur en að ráðast beint að rót vand­ans hafi pen­ing­ur­inn verið sett­ur í að lækka þær fjár­hæðir sem neyt­end­ur þurfi að greiða til dæm­is með orku­kostnaðarþökum og skatta­afslætti á eldsneyti.

Sam­kvæmt könn­un Bru­eg­el hafa ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eyrna­merkt eða út­deilt 681 millj­örðum evra eða 106,7 bill­jón­um króna síðan orkukrís­an hófst þegar Rúss­ar skrúfuðu að mestu fyr­ir gasið sem flæddi frá land­inu til Evr­ópu.

Við þá upp­hæð bæt­ist kostnaður Bret­lands sem nem­ur 103 millj­örðum evra. Stærst­an hluta heild­ar­upp­hæðar­inn­ar bera Þjóðverj­ar eða um 270 millj­arða evra sem jafn­gild­ir um 42,3 bill­jón­um ís­lenskra króna.

Fleira áhugavert: