Hraunhitaveitan, sagan – Einstæð á heimsvísu

Grein/Linkur: Hraunhitaveitan

Höfundur: HS Veitur

Heimild:

.

.

Hraunveitan Vestmannaeyjum

Þegar eldgosinu á Heimaey lauk 1973 kom hugmynd frá Sveinbirni Jónssyni úr Reykjavík að nýta varmaorkuna til upphitunnar húsa.

Það var í ársbyrjun 1974 sem Sveinbjörn setti upp einfaldan varmaskipti á Eldfellshrauni og lét kalt vatn renna í gengum hann. Vatnið hitnaði samstundis og var heita vatnið leitt inn á hitakerfi húss sem stóð nálægt hrauninu. Seinni hluta vetrarins 1974 var sett upp tilraunahitaveita í svonefndu Gufugili. Þessi hitaveita hitaði 25 hús auk sjúkrahússins hitakerfi þessarar veitu var lokað hringrásarkerfi.

1977 var farið út í stórfelldar framkvæmdir sem miðuðu að því að hita sem stærstan hluta bæjarins með orku frá hrauninu. Sú veita var tekin í notkun árið 1978. Dælustöð var reist á horni Kirkjuvegar og Heiðarvegar, úr dælustöðinni var upphituðu vatninu dælt út á dreifikerfin tvö sem eru í bænum og einnig var varafl hitaveitunnar staðsett þar (olíukatlar).

Rekstur hraunhitaveitunnar var erfiður, reglulega varð að virkja ný svæði sem kostuðu töluverða fjármuni ásamt því að hraunið kólnaði. Árið 1988 var hætt að notast við hraunhitaveituna og rafskutaketill tekinn í notkun til gufuframleiðslu til að hita upp vatn veitunnar. Engu að síður var þessi framkvæmd einstök á heimsvísu því aldrei áður hafði varmi úr hrauni sem runnið hafði í eldgosi verið nýttur til upphitunar á húsum.

Fleira áhugavert: