Plastlagnir í skipum

Grein/Linkur:  Plastlagnir um borð í Örfirisey

Höfundur:  Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: 

.

.

Mars 1999

Plastlagnir um borð í Örfirisey

Það er ekki aðeins í byggingum á landi, sem lagnir gegna veigamiklu hlutverki. Hvar sem maðurinn fer má segja, að honum fylgi lagnir í einhverri mynd.

Það er sama hvort það er í flugvél eða geimstöð, alls staðar er mikið af lögnum. Í bifreiðum, járnbrautarlestum, í skipum, hvort sem þau sigla á yfirborði sjávar eða í undirdjúpunum, eru lagnir úr margvíslegum efnum.

Allt fram á síðustu ár hafa lagnir nær eingöngu verið úr einhverskonar málmum, stáli, ryðfríu stáli, eir og jafnvel eðlari og dýrari málmum. En eins og í landi eykst notkun á plaströrum um borð í skipum, þar koma til tveir eiginleikar plastsins, það er létt og tærist ekki á sama hátt og málmar.

Frysting um borð

Á síðari árum hefur frystitogurum fjölgað, þar um borð er ekki eingöngu hugsað um að fiska heldur einnig að gera að aflanum og frysta hann. Þetta útheimtir mikinn vélakost og að sjálfsögðu miklu meiri lagnir og fleiri lagnakerfi heldur en í venjulegum togurum.

En allt útheimtir þetta aukið rými um borð og það eru ekki fáir togararnir sem siglt hafa til Póllands og komið heim u. þ. b. 10 metrum lengri en þeir fóru út. Með þessu fæst aukið rými fyrir vinnsluna um borð og veitir ekki af. Ekki alls fyrir löngu kom „Örfirisey“, einn af togurum Granda, heim eftir lengingu og var ekki beðið boðanna að setja niður vélar og vinnsluborð í stækkaðan vinnslusalinn.

Múffusoðið polypropen

Tegundir plaströra eru margar og marvíslegar, einna þekktust er polyeten svörtu rörin sem notuð eru sem kaldavatnslagnir í götum og heimæðum húsa. Í grunnum sjást oft appelsínu gul rör í frárennslislögnum sem að tegundarheiti nefnast PVC. Frárennslislagnir innanhúss eru yfirleitt úr plasti, grá rör úr plastefninu polypropen

En rör úr því efni eru einnig notuð í vatnslagnir, einkum fyrir kalt vatn. Þau eru yfirleitt sett þannig saman að rörin eru hituð að utan og tengið, hvort sem það er hné, té eða múffa, hitað að innanverðu, síðan er rörinu skotið inn í tengið og brædda plastið rennur saman, harðnar og verður sem heilt.

Sævar Stefánsson, pípulagningameistari í Hafnarfirði, hefur sérhæft sig í að leggja sjóhreinsikerfi úr polypropen plaströrum um borð í skipum og „Örfirisey“ var tæpast lögst að bryggju eftir lengingu í Póllandi þegar hann og fleiri iðnaðarmenn voru komnir um borð til að setja upp vélar og tæki og sjóða saman plaströr

.

polypropen

Fleira áhugavert: