Fráveitur – Eins þrepa hreinsun

Grein/Linkur:  Eins þrepa hreinsun

Höfundur:  Umhverfisstofnum

Heimild: 

.

Eins þrepa hreinsun

Kafan um hreinsun á skólpi skv. eins þreps hreinsun á við þegar viðtaki hefur verið skilgreindur síður viðkvæmur og:

  • Fjöldi persónueininga er milli 2.000 og 10.000 í ármynni. 
  • Fjöldi persónueininga er milli 10.000 og 150.000 í strandsjó. 

Hreinsunarkröfur

Þegar eins þreps hreinsun á við, skal skólp að lágmarki hreinsað þannig að BOD5 lækki um 20% og heildarmagn svifagna lækki um 50% áður en fráveituvatnið er losað út í viðtaka.

Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:

  • Set eða útfellingar.
  • Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
  • Olía eða froða.
  • Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
  • Efni sem veldur óþægilegri lykt, lit eða gruggi.

Til að koma í veg fyrir að efni skv. liðum a. – e. séu losaðir út í viðtakann þarf því að vera búnaður sem tekur slíkt og og tryggir að BOD5 lækki um a.m.k. 20% og svifagnir um a.m.k. 50%.

Fleira áhugavert: