Hvernig virka klósett í flugvél?

Grein/Linkur:  Hvert fer kúkurinn í flugvélum?

Höfundur: Hafþór Bjarni Bjarnason

Heimild:

.

Mynd – alltumflug.is 27.10.2021

.

Júlí 2001

Hvert fer kúkurinn í flugvélum?

Klósett í flugvélum eru frábrugðin hefðbundnum klósettum með vatnskassa sem Vesturlandabúar nota alla jafna á jörðu niðri. Í stað vatns og þyngdarafls sér lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi um að tæma skálina í flugvélaklósettum.

Í járnbrautarlestum fyrr á tíð rann saur og annar úrgangur beint niður á teinana. Slík losun gengur ekki upp í flugvélum. Ef úrgangi væri sleppt uppi í háloftum myndi hann frjósa og gæti valdið ýmsum skaða þegar hann félli þannig til jarðar.

.

 Þessi tankur er síðan tæmdur á jörðu niðri af flugvallarstarfsmönnum

.

Þegar lofttæmibúnaður í klósettum flugvéla hefur sogað allan úrgang til sín er honum einfaldlega safnað saman í tanki aftast í flugvélum. Þessi tankur er síðan tæmdur á jörðu niðri af flugvallarstarfsmönnum.

.

Heimild og mynd:

  • Airplane lavatory cleaning. Pikist.com. (Sótt 16.06.2021).
  • Vacuum Toilet Systems. Google Patents. (Sótt 16.06.2021).

Fleira áhugavert: