Rafveita Akureyrar – Stofnuð 1922
Grein/Linkur: Hundrað ár frá stofnun Rafveitu Akureyrar
Höfundur: Norðurorka
.
.
September 2002
Hundrað ár frá stofnun Rafveitu Akureyrar
Í september 2022 voru hundrað ár liðin frá því að raforkuframleiðsla og -dreifing hófst á Akureyri. Aldarafmælis framleiðslu og dreifingu rafmagns í bænum er minnst með ýmsum hætti núna í september.
Upphafið
Stofndagur Rafveitu Akureyrar er 30. september 1922, þegar straumi var hleypt á rafdreifikerfið á Akureyri. Þessi merki áfangi í sögu bæjarins átti sér þó langan aðdraganda því fyrstu hugmyndir um raflýsingu á Akureyri kviknuðu í kringum aldamótin 1900. Mikill kostnaður óx Akureyringum í augum en þrátt fyrir það voru ýmsir möguleikar skoðaðir og undirbúningsvinnan leiddi síðan til þeirrar ákvörðunar árið 1921 að ráðast í stíflugerð í Glerá það ár og stöðvarhús Glerárvirkjunar var byggt árið eftir. Virkjunarframkvæmdir gengu vel og þann 17. september 1922 var fulltrúum í bæjarstjórn Akureyrar boðið að vera viðstaddir þegar rafmagnsvélarnar voru gangsettar í fyrsta skipti. Allt gekk þetta að óskum og tæpum hálfum mánuði síðar, 30. september, fengu fyrstu húsin afl frá Glerárstöð. Stór og mikilvægur kafli í sögu Akureyrar var þar með í höfn. Heildarkostnaður við virkjunina var 350 þúsund krónur, sem var nokkru lægri fjárhæð en áætlað hafði verið.
Árið 2000 var Norðurorka sett á stofn með sameiningu Rafveitu Akureyrar og Hita- og vatnsveitu Akureyrar og frá stofnun Norðurorku hefur fyrirtækið annast dreifingu raforku á Akureyri.