Hjalteyri, sagan 2018 – Ný borhola

Grein/Linkur: Ný borhola á Hjalteyri

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

.

Júní 2018

Ný borhola á Hjalteyri

Ný og af­kasta­mik­il vinnslu­hola Norður­orku á Hjalteyri, sem boruð var í vor, lof­ar góðu. Í til­kynn­ingu frá ÍSOR seg­ir að nýja hol­an hafi verið prófuð með svo­kölluðu blást­urs­prófi nú á föstu­dag og sýna niður­stöður prófs­ins að hol­an er í góðu sam­bandi við jarðhita­kerfið á svæðinu.

Jarðhita­svæðið við Hjalteyri hef­ur verið mik­il­væg­asta vinnslu­svæði Norður­orku á þess­ari öld en svæðið var fyrst kort­lagt um alda­mót. Elsta bor­hol­an á svæðinu er frá ár­inu 2002 en í árs­byrj­un 2005 var ann­arri bætt við.

Nýja hol­an er ólík hinum tveim­ur að því leyti að hún var borið með 12,25 tomma krónu, en hinar tvær eru boraðar með 8,5 tomma krónu. Nýja hol­an er því mun víðari og get­ur flutt meira vatn til yf­ir­borðsins. Bor­verkið hófst 6. maí og lauk 14. júní á 1298 metra dýpi.

Hjalteyri er fyr­ir miðjum Eyjaf­irði í um tutt­ugu kíló­metra fjar­lægð frá Ak­ur­eyri og stend­ur jarðhita­svæðið fyr­ir meira en helm­ingi af heita­vatns­notk­un Ak­ur­eyr­ar og ná­grenn­is.

Frá blástursprófunum 15. júní

Frá blást­urs­próf­un­um 15. júní Ljós­mynd/​Unn­ur Þor­steins­dótt­ir

Fleira áhugavert: