Kjalarnes, hitaveita – Leitað að vatni
Grein/Linkur: Leitað að heitu vatni á Kjalarnesi
Höfundur: Morgunblaðið
.
.
Október 2022
Leitað að heitu vatni á Kjalarnesi
Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, áforma umfangsmikla leit að heitu vatni á Kjalarnesi. Sótt hefur verið um leyfi til að bora nokkrar rannsóknarholur og hefur skipulagsfulltrúi Reykjavíkur mælt með því að framkvæmdaleyfi verði veitt. Mælingar hafa gefið til kynna að víða megi finna þar heitt vatn.
Veitur horfa til þess að tryggja höfuðborgarsvæðinu nægilegt heitt vatn til framtíðar. Í þessu verkefni er verið að skoða svæðið frá munna Hvalfjarðarganga og inn Kollafjörðinn. Svæði nærri Vallá er tekið sérstaklega fyrir en þar er að finna djúpa rannsóknarholu.
.