Heitt neysluvatn, sagan – Stúlka hlaut annars stigs bruna

Grein/Linkur:  Hlaut slæm brunasár eftir heitt vatn úr krana

Höfundur: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild:

.

varmaskiptar

.

September 2006

Hlaut slæm brunasár eftir heitt vatn úr krana

Mynd – Morgunblaðið/Kristinn

Tuttugu mánaða stúlka, Ólavía Steinunn Jóhannsdóttir, hlaut annars stigs bruna eftir að hún skrúfaði frá heita vatninu á baðherberginu á heimili sínu 22. ágúst sl., en vatnið var allt að 70-80° heitt. Ólavía er hress og kát í dag en brunasárin, sem bæði voru djúp og grunn, munu að öllum líkindum skilja eftir sig einhver ör – þrátt fyrir lýtaaðgerðir. Foreldrar hennar hvetja aðra til að athuga með aðgang barna sinna að krönum heimilisins“.

Þannig var upphaf fréttar á forsíðu Morgunblaðsins 7. sept. 2006 og slíkar fréttir eru ekkert einsdæmi.

En hvernig er hægt og hvað er skynsamlegast að gera til að koma í veg fyrir slík slys?

Einfaldasta svarið er að koma í veg fyrir slysin með því að hafa vatnið ekki svona heitt í krönunum.

Og þá er að skoða það yfirvegað hvernig einfaldast og öruggast er að ná hitanum niður.

Fyrst skulum við samt líta á heildina, svo sem hve heitt vatnið er sem kemur frá viðkomandi veitu, til dæmis Orkuveitu Reykjavíkur. Víðast er vatnið um 70°C en á nokkrum stöðum í Reykjavík allt upp í 80°C, það er á mjög takmörkuðum svæðum. Lítum fyrst á þann möguleika að viðkomandi hitaveita lækki hitann á vatninu sem hún sendir inn í húsin, er það ekki einfaldast? Nei, það er ekki einfaldast og neytendum alls ekki í hag. Það er nú einu sinni svo að vatnið er að flytja okkur varma ekki aðeins til baða og þvotta heldur einnig til upphitunar. Því kaldara sem vatnið er, því minni varmi í hverjum lítra og þá verðum við að kaupa fleiri lítra til að hita húsin; sem sagt dýrari upphitun, miklu meiri dæling frá hitaveitunni og fyrir slíkt vatnsmagn eru rörin í götunum ekki valin.

brunaoryggi-aÞað er því ekki raunhæfur möguleiki að hitaveiturnar lækki hitann.

En er hægt að lækka hitann í hverju húsi og er það mjög dýrt?

Í fyrsta lagi ætti að sjálfsögðu að vera hitastýrt blöndunartæki í hverri sturtu og við hvert baðker, það ætti að vera sjálfsagður hlutur. En það hefði ekki komið í veg fyrir slysið sem fréttin var um, það slys varð í handlaug, í þær er einnig hægt að fá hitastýrð blöndunartæki og ekkert á móti því.

Það er hægt á tiltölulega einfaldan og ódýran hátt að lækka hita á öllu neysluvatni við inntak án þess að lækka hita á vatninu sem notað er til upphitunar. Til þess eru fleiri en ein leið en lítum fyrst á þá sem er einföld, örugg og ekki svo kostnðarsöm að það ætti að standa í vegi og skal nú reynt að skýra það með einföldum og skiljanlegum orðum.

Það er gert með því að setja hitastýrt blöndunartæki á neysluvatnið þar sem það er tekið út úr mælagrindinni strax eftir hitaveitumælinn í tækjaklefanum. Þar er einnig tengt í tækið kalt vatn og það blandar síðan saman heitu og köldu vatni, allt eftir því hvernig það er stillt.

Með pistlinum fylgja tvær myndir og er sú sem merkt er lítil kerfi af hitastýrðum blandara frá TA Hydronics í Svíþjóð, slík tæki frá öðrum framleiðendum eru einnig fáanleg. Þetta tæki er hægt að stilla að lágmarki 35°C og það sem er mikilvægast, á 65°C hámarkshita og síðan allt sviðið þar á milli.

brunaoryggiHin myndin sýnir hitastýrt tæki frá JRG Gunzenhauser í Sviss og er miklu stærra og afkastameira. Það er tengt á sama hátt, á stofn heita neysluvatnsins við hitaveitumælinn ásamt leiðslu frá kaldavatnsinntaki. Þetta tæki er það afkastamikið að það getur þjónað stærri byggingum svo sem sambýlishúsum, skólum og margs konar atvinnuhúsnæði. Þetta tæki er stillanlegt á sviðið 45°C til 65°C, æskilegasta stilling 55°C.

Það þarf vart að taka það fram að slík tæki eiga fagmenn að setja upp. Það er auðvelt að detta í ýmsar gildrur ef sá sem tengir tækið hefur ekki næga þekkingu. Þrennt skal nefnt hér sem ekki má gleymast.

Það fyrsta er að setja einstefnuloka á báðar leiðslur að tækjunum, bæði þá heitu og köldu, til að koma í veg fyrir millirennsli, sem sagt að kalt vatn renni ekki út í heita neysluvatnskerfið eða hitt út í það kalda, þá gæti gufa stigið upp úr klósettinu til dæmis.

varmaskiptarAnnað atriðið er að til að tækin vinni vel og nákvæmlega þarf að vera sem jafnastur þrýstingur inn í þau frá heitu inntaki og köldu. Það er því rétt að setja þrýstiminnkara á báðar leiðslur og stilla tækin rétt og vandlega.

Hið þriðja er að setja nauðsynlega hita- og þrýstimæla á lagnir, annars er lítið vitað hvernig á að stilla tækin eða hvernig þau vinna.

Eru til fleiri leiðir?

Já, það er hægt að setja upp varmaskipta og sleppa hitaveituvatninu alfarið og hita einungis upp kalt vatn. En það er miklu dýrara í uppsetningu og einnig getur það verið mjög varasamt vegna röranna sem flytja heita upphitaða vatnið. Ef leiðslur eru úr galvaniseruðum stálrörum, sem eru í flestum húsum séu þau eldri en tíu ára, ætti alls ekki að velja þessa leið. Kalt upphitað vatn getur skaðað slíkar lagnir.

Fleira áhugavert: