Akahalkalaki – 9,1 MW Vatnsaflvirkjun Georgíu

Grein/Linkur: Akhalkalaki í Georgíu vígð við hátíðlega athöfn 

Höfundur: Verkís

Heimild:

.

.

.

Nóvember 2022

Akhalkalaki í Georgíu vígð við hátíðlega athöfn 

Sérfræðingar Verkís unnu hagkvæmniathugun og útboðsgögn í undirbúningsfasa virkjunarinnar í samvinnu við Landsvirkjun Power. Verkís hafði umsjón með allri deilihönnun byggingarvirkja ásamt nauðsynlegri samræmingu búnaðar í samvinnu við georgíska samstarfsaðila.

Akhalkalaki HPP er 9,1 MW vatnsaflsvirkjun sem framleiðir um 50 GWh á ári. Virkjunin nýtir fall tveggja vatnsfalla; Paravani með fallhæð 61 m og virkjað rennsli 15 m³/s (AKH-1), og Korkhi með fallhæð 72 m og virkjað rennsli 2,8 m³/s (AKH-2).

Frá inntaksmannvirki í Paravani er vatninu veitt um 3,3 km langa þrýstipípu sem er 2,8/3,0 m í þvermál. Frá inntaksmannvirki Korkhi er vatninu veitt um 1,8 km langa pípu sem er 1,2 m í þvermál. Bæði inntaksmannvirkin eru útbúin með fiskistigum og búnaði fyrir vistrennsli til að viðhalda lífríki árinnar ásamt hreinsibúnaði á inntaksristum fyrir rusl.

Stöðvarhúsin eru tvö með þrjá vatnshverfla í húsi AKH-1 og einn í AKH-2, alla af Francis gerð. Tenging virkjunarinnar við straumnetið verður inn á 35 kV línur sem liggja í nágrenni virkjunarinnar.

.

Maí 2020

Verkís vinnur áfram að gerð vatnsaflsvirkjunarinnar Akhalkalaki

Frá árinu 2018 hefur Verkís unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar í nágrenni við bæinn Akhalkalaki í Georgíu. Nú er Verkís að ganga frá samningi um næsta fasa verkefnisins; deilihönnun byggingarvirkja, hönnunarrýni á búnaði til virkjunarinnar ásamt samræmingu allrar hönnunar.

Í dag er um 80% af rafmagni í Georgíu framleitt með vatnsafli og um 20% með jarðgasi. Markmiðið er að geta veitt fleirum í landinu sjálfbæra orku, líkt og fjallað erum í sjöunda heimsmarkmiði SÞ.

Sérfræðingar Verkís unnu meðal annars hagkvæmniathugun og útboðsgögn í undirbúningsfasa virkjunarinnar, fóru yfir tilboð verktaka ásamt því að veita ráðgjöf vegna tilboðanna. Verkefnið er unnið í gegnum LP-Verkis LLC, fyrirtæki í Georgíu í eigu Verkís og Landsvirkjun Power.

Akhalkalaki HPP er 9,1 MW vatnsaflsvirkjun í Georgíu með áætlaða framleiðslu um 50 GWh á ári. Virkjunin nýtir fall tveggja vatnsfalla; Paravani með fallhæð 61 m og virkjað rennsli 15 m³/s (AKH-1) og Korkhi með fallhæð 72 m og virkjað rennsli 2,8 m³/s (AKH-2).

Frá inntaksmannvirki í Paravani er vatninu veitt um 3,3 km leið í þrýstipípu sem er 2,8 m í þvermál. Frá inntaksmannvirki Korkhi verður vatninu veitt um 2 km langa pípu sem er 1,2 m í þvermál. Bæði inntaksmannvirkin verða útbúin með hreinsibúnaði fyrir rusl en talsvert af slíku berst niður árnar.

Í stöðvarhúsunum tveimur verða þrír vatnshverflar í AKH-1 og einn í AKH-2, allir af Francis gerð. Tenging virkjunarinnar við straumnetið verður inn á 35 kV línur sem liggja í nágrenni virkjunarinnar.

Ljósmynd: Tölvugerð mynd af inntaksmannvirkjum AKH-1 í ánni Paravani

Fleira áhugavert: