Evrópa, sagan – Framtíðarsýn orkumála 2009

Grein/Linkur: Hvað gerir Evrópa?

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Mars 2009

Hvað gerir Evrópa?

Skattaívilnanir og önnur hvatning til fjárfestinga í nýrri orkutækni er til þess fallin að gera endurnýjanlega orku samkeppnishæfa við hefðbundið jarðefnaeldsneyti. Allt er þetta þó mikilli óvissu háð, vegna þess hversu sveiflurnar í olíuverðinu eru miklar. Verðið í dag – um 40 dollarar olíutunnan – eru skelfileg tíðindi fyrir sólarorku og aðra græna orkuframleiðslu. En menn geta þó verið vongóðir – sáralitlar líkur eru á því að olíuverð haldist lengi svo lágt.

Atomkraft_Nein

Atomkraft_Nein

Á allra síðustu mánuðum hafa nýjar reglur litið dagsins ljós í Evrópu, sem eru skref í þá átt að efla mjög endurnýjanlega orku. Um síðustu áramót tóku t.d. gildi ný lög í Þýskalandi, sem munu örugglega auka mjög eftirspurnina eftir grænni orku þar í landi og greiða fyrir uppgangi fyrirtækja í þeim hluta orkugeirans.

Löggjöfin kveður á um að nýjar húsbyggingar skuli fá tiltekið lágmarkshlutfall raforkunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Vegna mikillar andstöðu í Þýskalandi við kjarnorku, líklegt að endurnýjanlega orkan verði fremur látin leysa kjarnorku af hólmi, fremur en gas. Þannig að Evrópa verður háð innfluttu gasi um langa framtíð.

Það er langt í land með að Þýskaland og fleiri lönd Evrópusambandsins nái að draga úr þörf sinni fyrir rússneskt gas. Eina raunhæfa leiðin til að svo verði, eru nýjar gasleiðslur frá ríkjum sunnan Rússlands. Og miklu stórfelldari fjárfesting í nýjum orkulindum – eins og vind- og sólarorku. Kjarnorkan hlýtur einnig að verða hluti af lausninni – þrátt fyrir sterka andstöðu í Þýskalandi og víðar í álfunni.

Nabucco_project_description_pipeline_route

Nabucco_project_description_pipeline_route

Áætlanir um lagningu hinnar nýju Nabucco-gasleiðslu er eitt stærsta málið í því að Evrópusambandið verði ekki um of háð Rússum um orku. Nabucco gæti flutt gas til Evrópu frá ríkjum eins og Íran, Azerbaijan, Kasakhstan og/eða Túrkmenistan.

Það er að vísu smávægilegt vandamál fyrir hendi. Það er nefnilega  allsendis óvíst að þessi ríki geti eða vilji selja Evrópu meira gas, þegar á reynir.

Persarnir þurfa t.d. sífellt meira af sínu eigin gasi og Kínverjar horfa einnig til þess að kaupa meira gas frá Íran. Þar að auki er ekki pólitískur vilji innan ESB að kaupa gas frá Íran, meðan ofstækisklerkarnir stjórna þar með harðri hendi.

gas_pipelines-eu_asia

gas_pipelines-eu_asia

Túrkmenar, Azerar og Kasakkar kunna að vera ginnkeyptir fyrir því að selja gasið sitt beint til rússneska orkurisans Gazprom, fremur en til Evrópu. Rússlandsstjórn hefur mikil ítök í þessum fyrrum lýðveldum Sovétsins. Þó svo þessi ríki hafi verið jákvæð undanfarið í viðræðum við ESB, er þetta ekki beint áreiðanlegasta gas sem hægt er að hugsa sér.

Og hin unga 70 milljón manna tyrkneska þjóð mun líka þurfa sífellt meira gas. Svo það er óvíst að Tyrkir kæri sig um að gas sem kemur inn í Tyrkland, haldi áfram gegnum landið og út úr því í vestri. Það er a.m.k. líklegt að þeir muni nota Nabucco til að þrýsta á að fá efnahagsaðstoð frá ESB – eða jafnvel aðild að sambandinu.

CSP_plan

CSP_plan

Í dag eru reyndar margir innan ESB, sem alls ekki vilja sjá Tyrki innan sambandsins. Og á síðustu misserum hefur eitthvað skafist af frjálslyndi tyrkneskra stjórnvalda. Islamisminn virðist hafa náð sterkari tökum í stjórnkerfinu. Nabucco gæti því verið í uppnámi. Það fær Pútín og félaga hans í Moskvu til að brosa – ESB er ekki að sleppa undan gashrammi Rússa alveg á næstunni.

Eins og dyggir lesendur Orkubloggsins vita, vill bloggið fyrir alla muni að Evrópa tengist þjóðunum í Norður-Afríku sterkari böndum. Og fái þannig notið ekki bara olíunnar og gassins, sem þar er að finna, heldur ekki síður sólarorkunnar.

Þar í sandinum við jaðra Sahara er hugsanlega að finna mikilvægan hluti af orkuframtíð Evrópu. Sú framtíðarmúsík mun þó ekki byrja að hljóma, nema ESB leggi meiri rækt í gott samband við þjóðirnar í Norður-Afríku. Vonandi eru það ekki bara sperrileggirnir Sarkozy og Orkubloggarinn, sem skilja að þetta er stórmál!

EU_Andris_Piebalgs

EU_Andris_Piebalgs

Svo mætti hér í lokin vitna í blogg Lettans Andris Piebalgs, sem er framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB. Hann setur fram afar metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir ESB. Hvort sú framtíðarsýn er raunsæ er svo annað mál:

How our energy is going to look in the future (2050): First of all, electricity supply should be carbon free. Secondly, oil should disappear from the transport sector. Thirdly, buildings should cease to be places to consume energy, and should become small energy plants. Fourthly, we will have to rethink our grids, to take account of climate change impacts and to serve an integrated European market with multiple small suppliers of renewable energy. Finally, Europe should become the preacher of the energy efficiency agenda in the world.

Fleira áhugavert: