Gagnarver Reykanesbæ – ON skaffar 15 MW

Heimild: 

 

Orka nátt­úr­unn­ar (ON) og Advania Data Centers hafa samið um sölu á 15 mega­vött­um vegna stækk­un­ar gagna­vers fé­lags­ins í Reykja­nes­bæ.

Í frétta­til­kynn­ingu vegna máls­ins seg­ir að Orka nátt­úr­unn­ar muni ekki þurfa að ráðast í fram­kvæmd­ir eða virkja sér­stak­lega til að afla um­ræddr­ar orku því á næstu miss­er­um munu eldri samn­ing­ar um orku­sölu til stóriðju renna út. Með sam­komu­lagi sínu við ON hafi Advania Data Centers tryggt sér ork­una sem hef­ur verið bund­in í allt að 20 ár með eldri samn­ing­um. ON er eitt þriggja orku­fyr­ir­tækja sem leggja gagna­ver­inu í Reykja­nes­bæ til orku.

Haft er eft­ir Eyj­ólfi Magnúsi Krist­ins­syni, for­stjóra Advania Data Centers, að gagna­vörslu- og reikniget­an sem verði til í stækkuðu gagna­veri sé nú þegar uppseld og sé ljóst að tæki­fær­in til frek­ari vaxt­ar séu mik­il. Í lok árs munu ríf­lega 50 manns starfa hjá fé­lag­inu og ráðgert er að velt­an á þessu ári verði um sex millj­arðar króna.

Bjarni Már Júlí­us­son, fram­kvæmda­stjóri ON, seg­ir samn­ing­inn vera mik­il­væg­an fyr­ir ON þar sem fyr­ir­tækið fái hærra verð fyr­ir raf­ork­una en áður og frá grænni starf­semi.

Gagna­ver Advania á Fitj­um. vb.is/​Hilm­ar Bragi

Við undirritun samningsins.

Við und­ir­rit­un samn­ings­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Fleira áhugavert: