Hofsós, neysluvatn – E. Coli, geislatækni, klór

Grein/Linkur: Þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn

Höfundur:Birna Dröfn Jónasdóttir

Heimild:

.

Mynd – google.com 4.11.2022

.

Október 2022

Þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn

Ekki er lengur þörf á að sjóða neysluvatn á Hofsósi. Þetta staðfestir Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. En líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku fannst verulegt magn E. Coli-gerla í vatninu í bænum.

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins á Norðurlandi vestra segir að þær aðgerðir sem Skagafjarðarveitur hafi farið í til þess að endurheimta vatnsgæði á Hofsósi hafa skilað tilætluðum árangri. En sýni sem tekin voru á mánudaginn 3. október síðastliðinn staðfesta að gæði neysluvatnsins eru í samræmi við kröfur.

Meðal annars var ráðist í að skola út lagnir, setja klór í vatnstank, lagfæra geislatæki og skoða nákvæmlega nærsvæði vatnsbólsins.

Fleira áhugavert: