Bandaríkin, Sýrland – Stríð, stolið Olíu
Grein/Linkur: Saka Bandaríkjaher um stórfelldan olíustuld
Höfundur: Þorvarður Pálsson
.
.
September 2022
Saka Bandaríkjaher um stórfelldan olíustuld
Sýrlensk stjórnvöld hafa sent aðalritara Sameinuðu þjóðanna og forseta öryggisráðsins bréf þar sem Bandaríkjaher er sakaður um stórfelldan stuld á olíu frá olíulindum landsins.
Um 900 bandarískir hermenn eru staðsettir í Sýrlandi og taka þátt í stríðinu gegn Íslamska ríkinu sem áður réði yfir stórum hluta landsins. Herseta Bandaríkjamanna þar er brot á alþjóðalögum þar sem hvorki Sýrland né Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt blessun sína yfir hana.
Bandarískir hermenn eru staðsettir á yfirráðasvæðum stjórnarandstæðinga sem berjast undir merkjum Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, flestir í herstöðinni al-Tanf skammt frá írösku landamærunum. Hún hefur orðið fyrir árásum sem Bandaríkin saka uppreisnarmenn, sem njóti stuðnings Írans, um að bera ábyrgð á.
Að sögn yfirvalda í Damaskus er olían flutt yfir landamærin til Írak og fullyrða þau að Bandaríkjaher steli um því sem nemur 66 þúsund olíutunnum á dag. Það jafngildir um 83 prósentum af olíuframleiðslu landsins á degi hverjum.
Sýrlensk stjórnvöld fullyrða að 29. ágúst hafi 123 tankbílar fullir af illa fenginni olíu farið yfir landamærin til Írak frá Al-Hasakah-héraði í norðausturhluta Sýrlands.