CO2 í metanól, Kína – CRI Íslandi

Grein/Linkur: Íslenskt fyrirtæki breytir kínversku CO2 í metanól

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: mbl

.

Mynd – wikipedia.org 4.07.2022

.

Íslenskt fyrirtæki breytir kínversku CO2 í metanól

Íslenska há­tæknifyr­ir­tækið Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) mun í sum­ar gang­setja verk­smiðju sem end­ur­nýt­ir kolt­ví­sýr­ing sem hrá­efni til efna­vinnslu en um er að ræða stærstu verk­smiðju sinn­ar teg­und­ar. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Verk­smiðjan, sem er staðsett í Anyang í Hen­an héraði í Kína og byggð fyr­ir kín­verska iðnaðarfyr­ir­tækið Shun­ly, fram­leiðir met­anól úr kolt­ví­sýr­ingi.

Verk­smiðjan mun geta end­ur­nýtt 160.000 tonn kolt­ví­sýr­ings á ári úr út­blæstri en ár­leg fram­leiðslu­getu henn­ar er 110.000 tonn af met­anóli.

Met­anólið er fram­leitt með sér­stakri ETL-aðferð og mun koma í stað met­anóls sem er fram­leitt úr kol­um í Kína og mun því draga úr los­un þar í landi.

.

Hvarfatankurinn er fylltur með efnahvötum sem stuðla að umbreytingu koltvísýrings …

Hvarfatankur­inn er fyllt­ur með efna­hvöt­um sem stuðla að umbreyt­ingu kolt­ví­sýr­ings yfir í fljót­andi met­anól. Ljós­mynd/​Aðsend

.

Hvarfatank­ur á þyngd við flug­vél

Lyk­il­búnaður í fram­leiðslu­ferli verk­smiðjunn­ar svo­kallaður hvarfatank­ur sem hannaður er og smíðaður eft­ir forskrift CRI, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hvarfatankur­inn er fyllt­ur með efna­hvöt­um sem stuðla að umbreyt­ingu kolt­ví­sýr­ings yfir í fljót­andi met­anól.

Met­anólið á síðan að nýta bæði sem eldsneyti og hrá­efni í marg­vís­leg­ar efna­vör­ur. Hvarfatankur­inn veg­ur um 84 tonn, sem sam­svar­ar fullri Boeing 737 farþega­flug­vél.

Tankur­inn er inni í stál­grind, tengd­ur með lögn­um við ann­an búnað, meðal ann­ars sér­hæfða gasþjöppu og tæp­lega 70 metra háa eim­ing­arsúlu, litlu læga en Hall­gríms­kirkjut­urn.

.

Losun Kína hefur rúmlega þrefaldast frá árinu 2000, þegar hún …

Los­un Kína hef­ur rúm­lega þre­fald­ast frá ár­inu 2000, þegar hún stóð í 3,66 millj­örðum tonna á ári. Ljós­mynd/​Aðsend

.

 Kína þró­ist í rétta átt

„Við hjá CRI hlökk­um til að tak­ast á við næsta áfanga í verk­efn­inu, gang­setn­ingu verk­smiðjunn­ar sem verður fram­kvæmd nú í sum­ar.

Einnig erum við að ljúka hönn­un á verk­smiðju núm­er tvö í Kína og finn­um fyr­ir auk­inni eft­ir­spurn víða um heim eft­ir okk­ar um­hverf­i­s­vænu tækni,“ er haft eft­ir Ingólfi Guðmunds­syni, for­stjóra CRI, í til­kynn­ing­unni.

Ingólf­ur seg­ir opn­un verk­smiðjun­ar mik­il­væga í þróun kín­versks iðnaðar, landið fær­ist í rétta átt í um­hverf­is­mál­um.

„Þetta verk­efni er gott dæmi um sam­starf þjóða í um­hverf­is­mál­um. Það er nú ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að flýta þeirri þróun með því að auka fjár­fest­ing­ar í arðsöm­um tækni­lausn­um og stór­um verk­efn­um til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.“

Los­un lands­ins þre­fald­ast frá alda­mót­um

Kína losaði um 10,67 millj­arða tonna af kolt­vís­sýr­ingi árið 2020 og hef­ur los­un­in farið hækk­andi frá ár­inu 2016 sam­kvæmt sam­an­tekt Our World in Data.

Hef­ur los­un­in því rúm­lega þre­fald­ast frá ár­inu 2000, þegar hún stóð í 3,66 millj­örðum tonna á ári.

.

Ljósmynd/Aðsend

Fleira áhugavert: