Hægðir – Nokkur góð ráð

Grein/Linkur: Nokkur ráð sem tryggja frábærar hægðir

Höfundur: Morgunblaðið, Smart land

Heimild: Orkubloggið

.

Hnetur og fræ innihalda trefjar sem auðvelda meltingu. Árni Sæberg

.

September 2015

Nokkur ráð sem tryggja frábærar hægðir

Harðlífi er al­gengt vanda­mál sem fáir tala um. Vanda­málið get­ur stafað af ýms­um or­sök­um, allt frá slæmu mat­ar­ræði til til­finn­inga­legs ójafn­væg­is. Á síðu Mind­bo­dygreen er að finna lista yfir ráð sem sjá til þess að kló­sett­ferðirn­ar gangi snurðulaust fyr­ir sig.

Tjáðu þig

Að halda fast í gremju og nei­kvæðar til­finn­ing­ar get­ur leitt til kvíða sem eyk­ur streitu. Þegar við erum stressuð og und­ir álagi er al­gengt að hægðirn­ar fari úr skorðum.

Borðaðu trefjar

Sér­hver máltíð ætti að inni­halda trefjar. Rósa­kál, blóm­kál, spergilkál, chia fræ, möluð hör­fræ, ýmis ber og lárper­ur inni­halda trefjar sem eru nauðsyn­leg­ar fyr­ir melt­ing­una og heil­brigða þarma­flóru.

Fóðraðu þarma­flór­una þína

Asp­as, ætiþistl­ar, brún hrís­grjón, súr­kál, kimchi og epla­e­dik inni­halda efni sem eru góð fyr­ir bakt­eríuflór­una í melt­ing­ar­veg­in­um.

Ef þú ert óvön/​óvan­ur að neyta súrsaðra mat­væla er best að byrja smátt og auka inn­tök­una jafnt og þétt.

Drekktu vatn

Vatn get­ur hjálpað við að losa upp­safnaðar hægðir úr ristli þínum. Magnið fer eft­ir því hversu mikið þú hreyf­ir þig yfir dag­inn, en þumalputta­regl­an er 1,5 lítr­ar.

Bættu ¼ te­skeið af Himalaya salti við vatnið, það bæt­ir vatns­upp­töku. Vatnið ætti að vera við stofu­hita því það hjálp­ar vöðvun­um til að slaka á.

Fylgdu rútínu

Rútína get­ur haft góð áhrif á hægðirn­ar. Til að stuðla að far­sæl­um kló­sett­ferðum er gott að byrja morg­un­inn á því að fá sér te­skeið af epla­e­diki leystu upp í heitu vatni. Staðgóður þeyt­ing­ur sem inni­held­ur holla fitu og trefjar er síðan ákjós­an­leg­ur morg­un­verður.

Slakaðu á í 15 mín­út­ur áður en þú hefst handa með verk­efni dags­ins. Gott er að skipu­leggja verk­efn­in sem framund­an eru, lesa dag­blað eða skemmti­lega blogg­færslu.

Stattu við skrif­borðið

Mik­il seta, sér­stak­lega eft­ir mat, hæg­ir á melt­ing­unni. Hæg­fara melt­ing get­ur valdið hægðateppu og ójafn­vægi í þörm­um.

Prófaðu að standa við vinnu þína eft­ir há­deg­is­mat, ef þú átt kost á því.

Bættu kryd­d­jurt­um við mataræðið þitt

Kryd­d­jurtir geta haft góð áhrif á ýmis líf­færi, svo sem lif­ur, nýru, maga og milta. Svo eru þær auðvitað ljóm­andi góðar á bragðið. Þú get­ur bætt þeim við þeyt­inga, te, salöt eða mat­inn þinn al­mennt.

Prufaðu til dæm­is; kúrkúma (e. tur­meric), cayenne pip­ar, engi­fer, óreg­anó, svart­an pip­ar, rós­marín, kórí­and­er fræ, neg­ulnagla og kúmen.

Prufaðu Yin jóga

Yin jóga róar hug­ann og er af mörg­um talið stuðla að heil­brigðari bein­um, liðum og líf­fær­um. Ef þú sæk­ir Yin jóga tíma lær­ir þú einnig önd­un­aræf­ing­ar sem þú get­ur nýtt þér.

Gerðu önd­un­aræf­ing­ar

Þegar and­ar­drátt­ur­inn er grunn­ur eða þvingaður kemst rót á hug­ann. Streita og kvíði magn­ast sem get­ur haft slæm áhrif á melt­ing­una. Ef þú ger­ir önd­un­aræf­ing­ar í 10 mín­út­ur á dag get­ur það hjálpað til við að koma jafn­vægi á kerfið á ný.

Borðaðu holla fitu

Þarm­arn­ir okk­ar þurfa fitu til að virka al­menni­lega. Góð og holl fita, líkt og ólífu­olía, ásamt þeirri sem þú færð úr ýms­um hnet­um, fræj­um, feit­um fiski og lárper­um hjálp­ar til við að smyrja inn­yfl­in og stuðla að frá­bær­um hægðum.

Taktu magnesí­um

Magnesí­um hjálp­ar vöðvum að slaka á og er þar með frá­bært við hægðartregðu. Marg­ir vilja einnig meina að það sé gott gegn streitu og kvíða.

Fleira áhugavert: