Gleðilega þjóðhátíð – 17. júní 1944, sagan

Grein/Linkur:  Saga Íslands

Höfundur:  Wikipedia

Heimild:

.

Vefsíðan Vatnsiðnaður.net óskar lesendum sínum gleðilegrar þjóðhátíðar og þakkar þeim samfylgdina það sem af er ári 2021

.

Saga Íslands

Saga Íslands er saga byggðar og menningar á Íslandi, sem er stutt miðað við sögu landa á meginlandi Evrópu. Landnám hófst seint á 9. öld eftir Krist og byggðist landið fljótt, einkum frá Noregi (en einnig Bretlandseyjum). Landið tilheyrði engu ríki þar til Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með undirritun Gamla sáttmála árið 1262/64. Noregur og Ísland urðu svo hluti af Danaveldi 1380. Samhliða þjóðernisvakningu víða um Evrópu ágerðist þjóðhyggja og sjálfstæðisbarátta Íslendinga eftir því sem leið á 19. öldina og lauk með því að Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918. Danski konungurinn hélt þó áfram að vera konungur Íslands þar til Lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944 og varð þá að fullu sjálfstætt.

Sögu langra tímabila má greina niður í styttri tímabil eftir víðtækum stjórnarfarslegum, tæknilegum og félagslegum breytingum sem má afmarka með nokkuð skýrum hætti. En því fer þó fjarri að hægt sé að ákvarða endanlega hvaða atriði skipti mestu máli í sögu Íslands þannig að allir séu sammála.[1] Þannig hefur ein athugun á 11 námsbókum í Íslandssögu á grunnskólastigi leitt í ljós að aðeins 12% nafngreindra einstalinga eru konur á sama tíma og 93% höfundanna eru karlar. Sem dæmi sé gjarnan fjallað um landnámsmanninn Ingólf Arnarsson, sem fyrstur byggði Ísland, og Hallveigar konu hans sé lítið getið.

Meðalaldur íslendinga hefur hækkað um 15 ár frá sjálfstæði 1944, sem ber vitni um bætt heilbrigði og aukin lífsgæði íslendinga.

17. júní er 168. dagur ársins (169. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu og Þjóðhátíðardagur Íslendinga. 197 dagar eru eftir af árinu.

Fleira áhugavert: