Jarðvarmavirkjanir – 10.715 MW í 24 löndum

Grein/Linkur: Virkjanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heimild:   

.

.

Jarðvarmavikjun

Jarðvarmavirkjun eða jarðgufuvirkjun er gufuaflsvirkjun sem nýtir jarðhita frá hitasvæði til raforkuframleiðslu og hitunar á neysluvatni.  Framleidd eru alls 10.715 MW af rafmagni í 24 löndum í heiminum með jarðvarmavirkjunum. Mesta orku framleiða Bandaríkin, Venesúela og Filippseyjar. Á Íslandi eru framleidd 575 MW í uppsettu rafafli í sjö jarðvarmavirkjunum sem framleiða um 30% af raforku landsins. Frumorkunýtni flestra íslenskra jarðvarmavirkjana liggur á bilinu 10 – 15%.

1. Gufa er leidd frá borholum að hverflum í stöðvarhúsi.
2. Þrýstings- og hitamismunur á gufu snýr hverfli.
3. Hverfillinn snýr segulmögnuðu hjóli í rafala. umhverfis hjólið er koparvafningar og við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafninganna.
4. Raforka er leidd um háspennulínu út í raforkukerfið.

.

Fleira áhugavert: