OR hagnast – 15,7 M.kr. 2021, 6,8 M.kr. 1 ársfj. 2022

Grein/Linkur: Orkuveitan hagnast um 6,8 milljarða

Höfundur:  Viðskiptablaðið

Heimild:

.

Mynd – wikipedia.org 30.05.2022

.

Maí 2022

Orkuveitan hagnast um 6,8 milljarða

Álverðshækkanir skiluðu Orkuveitunni eins milljarðs króna tekjuauka á fyrsta ársfjórðungi

Orkuveita Reykjavíkur, OR, skilaði 6,8 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 5,9 milljarða hagnað á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Rekstrartekjur OR jukust um 14% á milli ára og námu 15,7 milljörðum.

Í afkomutilkynningu félagsins segi að einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hafi hækkað rekstrarkostnað á tímabilinu. Rekstrarkostnaður Orkuveitunnar jókst um 19,4% frá fyrra ári, eða úr 4,5 milljörðum í 5,4 milljarða.

Álverðshækkanir skiluðu Orkuveitunni, sem er í 93,5% eigu Reykjavíkurborgar, eins milljarðs króna tekjuauka miðað við sama tímabil í fyrra vegna álverðstengingar í raforkusölu Orku náttúrunnar. Álverð var liðlega 50% hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90% hærra en 2020.

Eignir Orkuveitunnar námu 421 milljarði í árslok 2021. Eigið fé var 219 milljarðar, skuldir 202 milljarðar og eiginfjárhlutfall því 52,1%.

Bjarni Bjarnason, forstjóri:

Orkuveita Reykjavíkur er ekki ónæm fyrir áhrifum verðbólgunnar sem er nú meiri en um árabil. Við finnum líka fyrir hækkandi vöxtum þar sem við höfum, í áhættuvarnarskyni, aukið vægi íslensku krónunnar í okkar fjármögnun. Verð á veituþjónustunni hefur í heildina sem betur fer lækkað að raungildi síðustu árin. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi skiptir þó enn meira máli en áður að gæta hagsýni í allri okkar starfsemi. Þannig má draga úr líkum á að þær verðhækkanir sem við sjáum á verkkaupum og öðrum aðföngum okkar skili sér í heimilisbókhald almennings.

Fleira áhugavert: