Háþrýst gas – Vatnsleiðandi lag jarðhitakerfis

Grein/Linkur: Gas olli líklega landrisinu 2020

Höfundur: Guðni Einarsson

Heimild:

.

Mynd – Mbl 19.05.2022

,

Maí 2022

Gas olli líklega landrisinu 2020

Landris sem varð við Svartsengi í janú­ar, mars og maí 2020 stafaði lík­lega af háþrýstu gasi (kol­díoxíði) sem tróðst inn í vatns­leiðandi lag á um fjög­urra kíló­metra dýpi und­ir jarðhita­kerf­inu. Þetta end­ur­tók sig und­ir miðju jarðhita­kerf­inu í Krýsu­vík í ág­úst 2020. Gasþrýst­ing­ur­inn var næg­ur í hvert skipti til að valda landrisi. Svo dreifðist gasið eft­ir vatns­leiðandi lag­inu sem leiddi til þess að landið seig aft­ur.

Þess­ir at­b­urðir voru fyr­ir­boðar eld­goss­ins sem hófst í Fagra­dals­fjalli 19. mars 2021. Auk þess sem land reis og seig á víxl á há­hita­svæðunum birt­ust þeir einnig í mik­illi jarðskjálfta­virkni við Svartsengi og í breyt­ing­um í þyngd­ar­krafti jarðar sam­hliða landris­inu og land­sig­inu.

Þetta kem­ur fram í fræðigrein sem birt­ist 2. maí í einu virt­asta og áhrifa­mesta jarðvís­inda­tíma­riti heims­ins, Nature Geoscience. Ólaf­ur G. Flóvenz jarðeðlis­fræðing­ur er leiðandi höf­und­ur grein­ar­inn­ar. Rit­un henn­ar hef­ur verið aðalviðfangs­efni hans síðastliðin tvö ár frá því að hann lét af störf­um sem for­stjóri ÍSOR. Að baki ligg­ur tveggja ára rann­sókna­vinnu sér­fræðinga ÍSOR og GFZ, sem er helsta jarðvís­inda­stofn­un Þýska­lands.

Ná­kvæm­ar mæl­ing­ar

Þrenns kon­ar mæl­ing­ar á Reykja­nesskaga árið 2020 liggja til grund­vall­ar rann­sókn­inni. Þær eru InS­AR-mæl­ing­ar úr Sent­inel-1 gervi­tungli Geim­vís­inda­stofn­un­ar Evr­ópu sem sýndu þrjár lot­ur landriss og land­sigs í Svartsengi og fjórðu lot­una í Krýsu­vík.

Einnig ná­kvæm­ar jarðskjálfta­mæl­ing­ar með hefðbundn­um jarðskjálfta­mæl­um og ljós­leiðara fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Mílu. Auk þess ná­kvæm­ar mæl­ing­ar á breyt­ing­um í þyngd­ar­krafti jarðar sem end­ur­spegla massa þess efn­is sem kann að hafa troðist inn í jarðlög­in og or­sakað landrisið.

Ólaf­ur sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að beitt hefði verið því sem kall­ast „póró-ela­stísk­ar“ aðferðir til að meta rúm­mál efn­is­ins sem barst inn í ræt­ur jarðhita­kerf­anna í Svartsengi. Niður­stöður þyngd­ar­mæl­inga voru notaðar til að reikna eðlis­massa efn­is­ins sem olli landris­inu. Hann var minni en eðlis­massi kalds vatns og mun minni en eðlis­massi kviku.

Fleira áhugavert: