Vatn, ölframleiðsla – 4 sek/lítrar +

Grein/Linkur: Framleiða 12 dósir á sekúndu

Höfundur: Höskuldur Daði Magnússon

Heimild:

.

.

Maí 2022

Framleiða 12 dósir á sekúndu

„Fyr­ir nokkr­um árum sáum við fram á að geta ekki annað auk­inni eft­ir­spurn. Þessi stækk­un er því búin að vera í und­ir­bún­ingi síðan 2018,“ seg­ir Andri Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar.

Ölgerðin tók á dög­un­um í notk­un nýtt 1.650 fer­metra fram­leiðslu­hús á lóð fyr­ir­tæk­is­ins við Grjót­háls í Reykja­vík. Í nýja hús­inu er há­tækni­fram­leiðslu­lína fyr­ir dós­ir sem gjör­bylt­ir starf­sem­inni að sögn for­stjór­ans. „Hún fram­leiðir 12 dós­ir á sek­úndu. Þetta verður al­ger bylt­ing,“ seg­ir Andri.

Húsið byggt á níu mánuðum

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að nýja framleiðslulínan bylti …

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að nýja framleiðslulínan bylti starfseminni. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta skóflu­stung­an að nýja hús­inu, sem Arkís hannaði, var tek­in í apríl á síðasta ári og verk­smiðjan var gang­sett í janú­ar síðastliðnum. Ótrú­legt má telja að fram­kvæmd sem þessi hafi verið kláruð á aðeins níu mánuðum. „Að baki er lang­ur und­ir­bún­ing­ur hjá starfs­fólki Ölgerðar­inn­ar, mik­il skipu­lagn­ing og svo eiga þýsk­ir sam­starfs­menn okk­ar hrós skilið,“ seg­ir Andri.

Samið var við þýska fyr­ir­tækið Krones um upp­setn­ingu fram­leiðslu­lín­unn­ar en Andri lýs­ir því fyr­ir­tæki sem „Mar­el drykkjar­vöru­brans­ans“. „Starfs­menn þess bera ábyrgð á því að öll lín­an virki hjá okk­ur, jafn­vel þótt tæk­in komi víðar að. Hér voru um 45 tækni­menn frá Þýskalandi þegar mest lét frá októ­ber og fram að jól­um. Þeir komu svo aft­ur í janú­ar til að gang­setja. Nú eru fjór­ir Þjóðverj­ar hér til að fínstilla fram­leiðsluna og við fáum svo lín­una form­lega af­henta á næstu vik­um.“

2,5 millj­arða fjár­fest­ing

Þegar nýja fram­leiðslu­lín­an er kom­in í fulla notk­un verður hægt að ráðast í end­ur­nýj­un á eldri verk­smiðju sem byggð var 1986. „Þetta er verk­efni upp á 2,5 millj­arða króna og þegar þess­ari end­ur­nýj­un er lokið hef­ur Ölgerðin fjór­faldað fram­leiðslu­getu sína á dós­um og get­ur þannig komið enn bet­ur til móts við aukna eft­ir­spurn og ósk­ir viðskipta­vina sem hafa tekið vel á móti vör­um okk­ar,“ seg­ir Andri.

80 millj­ón­ir ein­inga í fyrra

For­stjór­inn seg­ir að 46% af starf­semi Ölgerðar­inn­ar sé fram­leiðsla á eig­in vörumerkj­um, svo sem App­el­síni, Kristal, Eg­ils Gulli og Collab. „Það eru verðmæt­ustu gæði fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir hann. Um 17% af starf­sem­inni er fram­leiðsla á sér­leyf­is­drykkj­um á borð við Pepsi og Pepsi Max, Tu­borg, Carls­berg og fleiri slíka. Þá standa eft­ir 37% sem eru inn­flutn­ing­ur á alls kyns mat- og sér­vöru. „Það er gott jafn­vægi í þessu. Það kom skýrt fram á Covid-tím­an­um að þegar ákveðnir þætt­ir falla, rísa aðrir upp.“

Ölgerðin fram­leiddi rúm­lega 80 millj­ón­ir ein­inga af drykkjar­vöru á síðasta ári. „Áhersl­an hef­ur smám sam­an verið að fær­ast yfir í minni ein­ing­ar sem neyt­end­ur vilja og aukn­ing­in hjá okk­ur hef­ur verið lang­hröðust í 33 cl dós­um. Á sama tíma er minni sala á tveggja lítra plast­flösk­um. Neyt­end­ur tengja bet­ur við smærri ein­ing­ar í áli,“ seg­ir Andri.

Auk­in áhersla á út­flutn­ing

Hann seg­ir að auk­in af­kasta­geta losi um vaxt­ar­höml­ur hjá fyr­ir­tæk­inu. Nú sé hægt að svara auk­inni spurn neyt­enda eft­ir drykkj­um í áldós­um en jafn­framt sé hægt að leggja aukna áherslu á út­flutn­ing og vöruþróun.

„Við get­um núna byrjað með til­rauna­út­flutn­ing á Collab. Það er mik­ill áhugi á þeirri vöru. Um leið get­um við haldið áfram með frek­ari vöruþróun. Eitt mik­il­væg­asta mark­mið okk­ar er að nýj­ar vör­ur séu að minnsta kosti 5% af okk­ar veltu hverju sinni og nú get­um við lagt aukna áherslu á drykki í dós­um.“

Fleira áhugavert: