Nýbyggingar Landspítalans – Háspennuhringur
Grein/Linkur: Háspennuhringur tryggir rekstraröryggi
Höfundur: Hringbrautarverkefnið
.
.
Háspennuhringur tryggir rekstraröryggi
Að nýbyggingum Landspítalans verður lagður háspennuhringur með spennunni 11 kVolt. Í hverri byggingu verður spennistöð sem lækkar síðan spennuna niður í venjulegt húsarafmagn.
Með hringtengingu háspennunnar um lóð Landspítalans næst meira rafmagnsöryggi en tvær heimtaugar tengjast inn á hringinn, önnur í bílastæða- og tæknihúsinu (BT) en hin í nýja rannsóknarhúsinu.
Í BT verða vararafstöðvar sem tryggja enn frekar rafmagnsöryggið og munu anna rafmagnsþörf nýbygginganna að fullu. Í BT er verður búnaður sem tryggir að ekki verður rafmagnsrof þó veitukerfi Reykjavíkur bili. Búnaðurinn kallast RUPS eða DRUPS (Diesel Rotary Uninterruptible Power Supply) og tryggir rafmagn þar til vararafstöðvarnar taka sjálfvirkt við en slíkt tekur einungis fáeinar sekúndur.