Hermannaveiki, sagan 2015 – 7 létust, 80 veiktust

Grein/Linkur: Sjö látnir af hermannaveiki í New York

Höfundur: RUV

Heimild:

.

Mynd – haltonhousing.co.uk 14.02.2022

.

Ágúst 2015

Sjö látnir af hermannaveiki í New York

Sjö hafa látist og yfir 80 hafa veikst af hermannaveiki sem breiðst hefur út um Bronx hverfið í New York borg í Bandaríkjunum. Þetta er versta tilfelli veikinnar í borginni og með þeim verstu í Bandaríkjunum á síðustu árum að sögn Wall Street Journal.
Sjúkdómurinn veldur einkennum sem líkjast lungnabólgu og smitast ekki manna á milli heldur með loftinu. Heilbrigðisyfirvöld telja að smitin hafi borist með svokölluðum kæliturnum, loftræstitækjum sem finna má í nýrri byggingum. Hermannaveikisýklar hafa fundist í fimm slíkum turnum í suðurhluta Bronx.

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í gær að sett verði á lög sem kveði á um að skrásetja og yfirfara verði alla kæliturna í borginni, en engar tölur eru til um fjölda þeirra.

Faraldurinn er einn sá mesti síðasta áratuginn og vekur eftirtekt vegna þess að hann hefur áhrif á heilt hverfi en ekki aðeins eina byggingu, að sögn heilbrigðisyfirvalda. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn berist með loftinu er mjög ólíklegt að heilbrigt fólk veikist af honum. Allir sem hafa látist af völdum hans í Bronx áttu við heilbrigðisvandamál að stríða áður, að sögn yfirvalda.

Það er þekkt að hermannaveiki getur borist í menn í gegnum neysluvatnspípur. Ef vatn liggur lengi óhreyft í lögnum og er undir 50°C þá geta sýklarnir komist á legg og borist í menn þegar farið er í sturtu. Vatnið tvístrast í sturtunni og sýklarnir fara úr vatni í loftið og við innöndun í menn ( heimild Vatnsiðnaður)

.

Bronx hverfið í New York borg í Bandaríkjunum

Fleira áhugavert: