Brunavarnir – Áhættuhópur

Heimild: 

Nóvember 2018

Fólk á aldr­in­um 25 til 34 ára stend­ur öðrum langt að baki þegar kem­ur að eld­vörn­um á heim­il­inu, sam­kvæmt könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) og Eld­varna­banda­lagið.

Hvort sem litið er til fjölda reyk­skynj­ara eða slökkvi­búnaðar stend­ur þessi hóp­ur mun lak­ar að vígi en aðrir. Könn­un­in er kynnt í til­efni þess að Eld­varna­átak LSS hefst á morg­un og stend­ur fram í aðventu­byrj­un, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Tíu pró­sent svar­enda á aldr­in­um 25 til 34 ára hafa eng­an reyk­skynj­ara og önn­ur 24 pró­sent aðeins einn, sam­kvæmt könn­un Gallup. Hlut­fall þeirra sem hafa eng­an reyk­skynj­ara er mun lægra í öðrum ald­urs­hóp­um, allt niður í þrjú pró­sent.

Sömu sögu er að segja þegar litið er til slökkvi­tækja og eld­varna­teppa á heim­il­um. Fólk á aldr­in­um 25-34 ára er mun ólík­legra til að hafa slík­an búnað á heim­il­inu en aðrir. Þannig segj­ast aðeins 49 pró­sent unga fólks­ins eiga eld­varna­teppi en þetta hlut­fall er allt að 66 pró­sent í öðrum ald­urs­hóp­um og yfir 60 pró­sent að meðaltali.

Dregið hef­ur sam­an með leigj­end­um og þeim sem búa í eig­in hús­næði hvað varðar slökkvi­tækja­eign miðað við fyrri kann­an­ir enda hef­ur nú verið bundið í lög að slökkvi­tæki skuli vera í leigu­hús­næði.

Helstu niður­stöður könn­un­ar Gallup:

  • Á um helm­ingi heim­ila eru allt í senn reyk­skynj­ar­ar, slökkvi­tæki og eld­varna­teppi.
  • Á 24 pró­sent heim­ila er eng­inn eða aðeins einn reyk­skynj­ari (38,4 pró­sent 2006).
  • Heim­il­um með fjóra reyk­skynj­ara eða fleiri hef­ur á sama tíma fjölgað úr 21,5 pró­sent árið 2006 í 33,3 pró­sent nú.
  • Slökkvi­tæki eru á um 74 pró­sent­um heim­ila og hef­ur þetta hlut­fall aldrei mælst hærra.
  • Eld­varn­ir eru að jafnaði öfl­ug­ast­ar hjá þeim sem búa í ein­býli en lak­ast­ar hjá þeim sem búa í fjöl­býli.

Fræða börn í 3. bekk um eld­varn­ir

Eld­varn­ar­átaki LSS verður ýtt úr vör í Lækj­ar­skóla í Hafnar­f­irði kl. 10.30 á morg­un. Í kjöl­farið heim­sækja slökkviliðsmenn um allt land börn í 3. bekk grunn­skóla lands­ins og fræða þau um grunn­atriði eld­varna nú í aðdrag­anda aðvent­unn­ar. Þeir gera börn­un­um grein fyr­ir auk­inni eld­hættu á aðvent­unni vegna mik­ill­ar notk­un­ar kerta- og raf­magns­ljósa og brýna fyr­ir þeim mik­il­vægi þess að nauðsyn­leg­ur eld­varna­búnaður sé á hverju heim­ili. Þá er átt við reyk­skynj­ara, slökkvi­tæki og eld­varna­teppi. Börn­in eru einnig minnt á neyðar­núm­erið 112.

Fleira áhugavert: