Upphaf, áhrif olíuvinnslunar – Pennsylvanía 1859

Grein/Linkur: Áhrif olíunnar

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Mynd – nytimes.com 3.3.2022 – Edwin Drake, right, in 1859 with the first big mechanical oil well drilled in Titusville, Pa..Credit…Associated Press

.

Ágúst 2009

Áhrif olíunnar

titusville_drill

titusville_drill

Olíuvinnslan átti 150 ára afmæli árið 2009.

Orkubloggaranum finnst tilefni til að birta hér mynd af endurgerð olíuborsins sem þeir Drake og Smith notuðu sumarið 1859 vestur í Pennsylvaníu.

Margt og mikið hefur verið ritað um áhrif olíunnar á veröld okkar. Sem eru jú talsverð, svo maður noti hógvært orðalag. Og um áhrif olíunnar hafa risið fjölmargar athyglisverðar kenningar. Ein er sú að olían hafi bjargað búrhvelinu frá útrýmingu. Það er sennilega alveg hárrétt; olíulampar leystu lýsislampa af hólmi og þar með hrundi eftirspurn eftir hvalalýsi. Önnur skemmtileg kenning er að olían hafi komið í veg fyrir klofning Bandaríkjanna:

Lieutenant_Blueberry

Lieutenant_Blueberry

Skammt var liðið frá því olían tók að streyma upp pípurnar í Pennsylvaníu þegar bandaríska borgarastríðið hófst árið 1861. Sumir hafa haldið því fram að sala Norðurríkjanna á olíu til Evrópu hafi veitt Lincoln forseta og Yankee'unum fjármagnið sem var forsenda þess að Suðurríkin lutu í lægra haldi eftir 4ra ára baráttu. M.ö.o. er sagan sú að ef olíuiðnaðurinn hefði fæðst einungis örfáum árum síðar hefðu Suðurríkin náð fram vilja sínum og Ameríska þrælaríkið litið dagsins ljós sunnan við Bandaríkin. Þetta er auðvitað bara svona ef, ef leikur en skemmtileg pæling engu að síður. Það má líka halda áfram að fabúlera og ímynda sér hvað hefði gerst ef olíuiðnaðurinn hefði fæðst í Texas en ekki hjá Norðanmönnunum. Þá hefði Þrælaríkið í Suðrinu kannski orðið mesta iðnveldi heims á 20. öldinni?

Fyrstu árin var það steinolían sem var málið. Hún var mikið nýtt til lýsingar og einnig var olían nýtt sem smurefni í iðnaði. Það olli mönnum aftur á móti sárum leiðindum hvað mikið af öðru gumsi þurfti að hreinsa úr olíunni til að fá steinolíuna og aðrar nothæfar olíuafurðir. Meðal mestu drullunnar var illaþefjandi sull sem menn þarna vestra kölluðu gasoline (bensín). Hreinn viðbjóður og algerlega gagnslaust. Þetta breyttist reyndar dulítið um aldamótin 1900 þegar menn uppgötvuðu að bensín væri notadrjúgt í tækni sem er svo alkunn að óþarft er að rekja frekar. Bílaiðnaðurinn tók bensínið upp á sína arma og í einu vetfangi varð bensín mikilvægasta olíuafurðin í stað steinolíu.

gone-with-the-wind-poster

gone-with-the-wind-poster

Nú eru margir sem óttast að búið sé að nota meira en helminginn af allri vinnanlegri olíu sem Jörðin hefur að geyma. Og að eftir einungis örfáa áratugi verðum við búin að nota megnið af þeirri olíu sem eftir er. Um þetta er í reynd alger óvissa – en vinnslan hefur vissulega smám saman orðið erfiðari og þess vegna dýrari. Það mun leiða til verðhækkana á olíu til framtíðar. En það hversu marga USD olían mun kosta á NYMEX árið 2020 er trilljóndollara-spurning. Sem enginn getur svarað af neinu viti.

Enda skiptir þetta engu máli. Því sama hvað verður um olíuna þá lifa hin mannlegu gildi áfram – og áfram mun ástin blómstra í anda Suðurríkjanna þó svo bæði Texas og Louisiana verði olíulaus.

Fleira áhugavert: